Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 317
Sundsambandið hafði sett eftirfarandi lágmarkstíma til þátttöku í
mótinu:
Karlar: 100 m. skriðsund 59,8 sek.; 400 m. skriðsund 4:58,0 mín.; 1500
m. skriðsund 20:20,0 mín.; 100 m. baksund 1:12,5 mín. og 200 m. bringu-
sund 2:48,0 mín.
Konur: 100 m. skriðsund 1:12,5 mín.; 100 m. baksund 1:21,0 mín. og
200 m. bringusund 3:10,0 mín.
Úrtökumót voru haldin af og til fram undir mánaðamótin júlí—ágúst í
Sundhöll Rvíkur á 33 m. braut og hafði þá náðst mjög góður árangur
í flestum greinum, t. d.: Ari Guðmundsson hafði tvíbætt metið í 300 m.
skriðsundi, synt á 3:41,7 og 3:40,4 mín., og hafði hann einnig sett met í
400 m. skriðsundi, 4:56,4 mín.
Helgi Sigurðsson hafði sett met í 500 m. skriðsundi, 6:24,0 mín., og
800 m. skriðsundi, 10:26,9 mín.
Pétur Kristjánsson hafði synt 100 m. skriðsund á 59,5 sek., aðeins 1/10
frá fsl.ineti sínu og jafnað met Ara í 200 m. skriðsundi, 2:19,0 mín.
Þá hafði Helga Haraldsdóttir, KR, synt undir lágmarkstímanum í
100 m. baksundi og Sigurður Sigurðsson, ÍA, farið nálægt lágmarkstím-
anum í 200 m. bringusundi.
Var því ákveðið, að eftirtaldir sundmenn skyldu keppa fyrir ísland á
Norðurlandameistaramótinu í Ósló 1955: Helga Haraldsdóttir, KR, í
100 m. baksundi og skriðsundi, Pétur Kristjánsson, A, í 100 m. skriðsundi,
Ari Guðmundsson, Æ, í 400 m. skriðsundi, Helgi Sigurðsson, Æ, í 400 og
1500 m. skriðsundi og Sigurður Sigurðsson, ÍA, í 200 m. bringusundi.
Sundflokkurinn fór flugleiðis til Ósló 9. ágúst ásamt þjálfara sínum,
Jónasi Halldórssyni, og fararstjóra, Erlingi Pálssyni, forrn. SSÍ.
Keppnin í Ósló fór fram í 50 m. útisundlaug, og var hér um nokkurs
konar vigslu að ræða, þar sem laugin er alveg ný, og ekki hefur verið
keppt í henni áður.
Fyrri dag mótsins, 13. ágúst, kepptu þeir Ari og Helgi í 400 m. skrið-
sundi. Ari varð 9. á 5:06,0 mín., og Helgi 10. á 5:07,4 mín. Norðurlanda-
meistari i þessari grein varð Karri Kayhkö, Finnl., synti á 4:51,8 mín.
Helga Haraldsdóttir varð 7. í 100 m. baksundi kvenna, synti á 1:25,4
mín. Norðurlandameistari varð Margareta Westesson, Svíþj., á 1:19,5 mín.
Þá keppti Helga einnig í 100 m. skriðsundi og varð sú 9. á 1:21,7 mín.
Norðurlandameistari í þeirri grein varð Birte Munck, Danm., á 1:09,5
min.
Sigurður Sigurðsson, ÍA, varð 5. í 200 m. bringusundi karla, synti á
315