Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 2
2
Halldór Hermannsson
ber 1879. Faðir hans var Jóhann Stefánsson frá Tungu
á Svalbarðsströnd, en móðir Ingibjörg Jóhannesdóttir frá
Hofstaðaseli í Skagafirði. Bjuggu þau hjón fyrst á Dálk-
stöðum á Svalbarðsströnd, en síðar á Kroppi í Eyjafirði,
og þaðan fluttust þau vestur um haf árið 1876; settust
þau að í Árnesbygð í Nýja íslandi og bjuggu þar þang-
að til 1881; þá fluttust þau til Norður-Dakota og settust
að í Víkurbygð (nálægt Mountain, N. D.), og kallaði Jó-
hann bæ sinn í Tungu. Jóhann var vel ritfær maður, og
kvað hafa skrifað ýmsar greinar í Norðanfara, meðan
hann dvaldi á Islandi.1 2) Hann andaðist í Dakota 31.
des. 1892, 64 ára gamall. Ólst Vilhjálmur upp þar syðra,
en var þó jafnan og er enn breskur (kanadiskur) borg-
ari. Hann gekk á almenna skóla þar, uns hann fór á
háskólann í Grand F'orks, N. D., og dvaldi þar um hríð,
en útskrifaðist ekki þaðan. Síðar fór hann á háskólann
í ríkinu Iowa og lauk þar prófi 1903. Þá stundaði hann
guðfræðisnám við Harvard háskóla 1903—04, en hætti
brátt við það og tók að gefa sig við þjóðfræði og mann-
fræði, og starfaði við Peabody þjóðfræðissafnið þar. Til
íslands fór hann sumarið 1904, og næsta sumar var hann
foringi fornfræðaleiðangurs þangað, sem Peabodysafnið
gerði út. Söfnuðu þeir fjelagar þar nokkrum mannleifum
og fluttu með sjer til Ameríku;3) munu þær nú vera í
Peabody-safninu, en mjer vitanlega hefur ekkert verið
um þær ritað eða yfir höfuð um vísindalegan árangur
ferðarinnar.
Um þessar mundir var í undirbúningi leiðangur til
rannsókna í Beaufort-hafinu, norður af Alaska; var hann
undir forustu Einars Mikkelsens, hins danska, og Leffing-
*) Sbr. Thorleiíur Jacksson (Jóakimsson), P'rá austri til vesturs.
Winnipeg, 1921, bls. 188—189.
2) Sbr. ísafold, 32. árg., nr. 59, 60 og 62; Pjóðólfur 57. árg.,
nr. 41.