Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 45
Um íslensku vorra tíma
45
samanburði svo ljóst og stutt, sem hægt er, með því að
jeg gæti hugsað, að fleirum en mjer þætti gaman að
sjá hann.
Jeg hef valið lítinn kafla; sumum kann að þykja
hann of lítill, en jeg hygg þó að hann gefi ljósa hug-
mynd um málið, og jeg er næsta viss um, að þótt aðrir
kaflar og úr öðrum stöfum yrðu teknir, mundi myndin
ekki breyíast að mun. Jeg hef valið rúmar io fyrstu
síðurnar í b í Fritzner (bað—barn) eða 21 dálk; þar til
svara um 13 dáikar í orðabók S. Bl., en þar eru bæði
síðurnar stærri, dálkarnir breiðari og letrið miklu smærra.
í Fritzner eru um 180 orð (nokkrum ýngri norskum
orðum er slept), og viljum vjer fyrst líta á þau. Par af
eru 53, sem ekki eru í S. Bl. Pau eru: baðkarl, baðlokr,
baðstofumaðr, baðsveinn, bagalstafr, baggamaðr, bág-
ráðr, bakaragarðr, bakborinn, bakbyrðingr, bakeldagerð,
bakeldr, bakhverfast, bakkabrot, bakklæði, bakmælismaðr,
bakslag, bakstofa, bakstrbrauð, bakstreldr, bakstrkona,
bakstrsveinn, bakvana, baldikin, baldrast, bálkabrot,
balla, ballra, ballriði, banél, banna (nafnorð), bannböl,
bannsáfelli, bannsatkvæði, bannsdómr, bannlýsing, banns-
pína, bannsspjót, bannsverk, bannsör, baráttufullr, baráttu-
maðr, barbérr, barða, bardagafullr, bardagalist, bardaga-
stef, bardagastefna, bardalsmessa, barhöfði, barlast (sagn-
orð), barlak, barmtog.
Sum af þessum orðum eru reyndar svo, að manni
finst þau alveg eins geta verið tíðkuð í voru máli, og
manni dettur í hug, að það sje ekki nema af tilviljun, að
þau hafa ekki staðið í þeim bókum, sem S. Bl. hefur
notað; bakaragarðr, bakbyrðingr = maður á bakborða,
sumar bakstr- baráttu- og bardaga-samsetníngar. Fáein eru
tökuorð, sem ekki hafa verið höfð um lángan aldur,
(baldikin, banél, barbérr, barlak, sbr. bardals-
messa = Bartólómæusm.) og hafa — sum — ef til vill