Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 131
Kimm smárit um Grænland og ísland 131
Verð 1,50. — Halvdan Koht, Det Grönland vi niiste og
det vi ikkje miste. Kria. 1924, 55 smábls. Verð 1,50. —
J C Hambro, Norske Næringsinteresser paa Grönland. Kria.
1924. 48 smásíður, verð 1,50 — Lars Eskeland, Island,
Færöyane og Grönland, Risor 1923, 16 smábls. 50 au.
Eitthvert hið ógeðslegasta mál, sem nú er uppi á Norð-
urlöndum, er grænlenska málið eins og það hefur verið flutt
af suniurn mönnurn í Noregi og tveimur eða þremur íslend-
ingum. Grænland er fósturjörð þjóðar þeirrar af kyni Eski-
móa, sem byggir það nú. Það er heimsins fámennasta og
fátækasta þjóð, sem vjer íslendingar höfum kynni af. Þjóð
þessi iann landið fyrst allra manna og enginn veit, hve marg-
ar aldir eða jafnvel þúsundir ára hún hafði hafst við á Græn-
landi, áður en íslendingar fundu það og bygðu í lok 10.
aldar. Þjóð þessi ber nú með rjettu nafn eftir landinu, alveg
eins og niðjar íslendinga á Grænlandi á miðöldunum. Eski-
mósku Grænlendingarnir lifðu eingöngu á veiðum, þá er þeir
komu fyrst til sögunnar, og fóru því frá einum firði í annan
eftir því, hvar veiðin var rnest, þótt þeir ættu bæi eða kofa
til að búa í Þeir höfðu dvalið á vesturströndinni, þar sem
íslendingar námu land, áður en þeir komu þangað, eins og
sjá má af íslendingabók. Ari fróði segir, að íslendingar fyndu
þar mannavistir, bæði austur og vestur á landi (það er
bæði í F.ystri og Vestri bygð), og keiplabrot og steinsmíði;
má vel vera að einhverjir þeiria hafi verið þar, er íslending-
nr komu, en að þeir hafi hrokkið í burtu undan þeim, þótt
þess sje eigi getið.
Þá er Norðmenn minnast á Grænland, tala margir þeirra
svo um það sem Norðmenn hafi fundið það og bygt; svo-
leiðis byrjar t. a. m. eins merkur sagnfræðingur eins og dr.
Edv. Bull ritgjörð sína um Grænland á miðöldunum í Arbók
norska landfræðisfjelagsins fyrir árin 1919 —1921, erútkom 1922.
Lars Eskeland segir og, að Norðmenn hafi fundið það þrisvar og
kristnað það tvisvar, cn íslendinga getur hann þar að engu.
Norðmönnum er hætt við að eigna sjer ísland og allar bók
mentir og gjörðir forfeðra vorra á miðöldunum, sem einhver
sæmd er að. Þeir vilja eigi gæta þess, að íslendingar sjálfir
þegar snemma á 10 öld tóku að skoða sig sjerstaka þjóð.
Svo munu þegar flestir þeir menn hafa gert, sem fæddir voru
á íslandi, jafnvel þótt þeir væru fæddir á landnámsöldinni og
hvort sem feður þeirra voru norskir eða sænskir, suðureyskir
eða írskir. Þá er ísland fanst og bygðist, voru margir nor-
rænir þjóðflokkar í Noregi, en þeir voru eigi runnir saman f
9*