Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 89
Brjef til Jóns Sigurðssonar
89
líður þar öllu vel, og Ólafur litli gengur nú við hækju
um allar götur. Mjer er sagt að Björn okkar Pjetursson
hafi búið til barn í fyrra með griðkonu kollega míns, það
var skírt uppí Mosfellssveit um daginn. Svo sagði pró-
fastur oss. Mikill dóni er Msr. Björn. Sveinn okkar
Skúlason er búinn að fá Svalbarða norður, og fer nú að
kenna Pistilfirðingum trúna hreina. Par missir Jörundur
(0. Jörgensen) einn. — Sæmilega fór Jacobsens málið í
yfirdómi. Honum voru dæmdar 20,000 r. í skaðabætur,
málskostnaður 200 r.; Arresten dæmt ógilt, og Ander-
son sektaður um 30 r. fyrir illmæli um yfirrjettinn í brjefi
einu. Sumir segja að Collega minn hafi samið brjefið.
Páll í Arkvörn vann og greinilega sitt mál móti Jóni í
Múla. Hann hafði reyndar unnið það að nokkru leyti í
hjeraði, en Jón appelleraði, og þá gagnstefndi eg fyrir
Páls hönd, og heimtaði miklu meira handa honum, og
fekk það. So eg held að Jón Collega minn þori aldrei
austur fyrir ár eptir þetta, fyrir nafna sínum í Múla.
Sona gengur það nú. —
Sigurður bróðir fer nú, og kona hans og sonur með
póstsldpi. Hann er kvalinn af augnaveiki, og ætlar að
leita sjer læknínga; eg má segja hann er orðinn sjónlaus
á öðru auganu. Pað er þúngt ef Sigurður misti sjónina,
so góður og nýtur drengur.
Heilsaðu nú bróðir minn konu þin-ni frá okkur; við
lifum við það gamla, Sigga hefir nú legið síðan á pásk-
um, og er það þreyta, en það styrkir trúna bróðir minn.
Pinn elskandi bróðir.
Páll Melsteð.
VIII.
Reykjavík 12. Júlí 1868.
Elskulegi bróðir minn.
Pað má þó ekki minna vera en að eg láti þig vita