Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 154
Hið íslenska fræðatjelag
154
Ársrit hins íslenska fræðafj elags, með myndum, 8. ár 4 kr.
I. og 2. ár 1,50 hvort; 3. ár 2 kr.; 4. ár 4 kr.; 5., 6. og 7. ár 6 kr. hvert
Ársritið er með mörgum myndum. Pappír og myndagerð er þrem til fimm
sinnum dýrari en 1914 og prentun fjórfalt dýrari. Margar bækur eru nú
seldar á 8—10 kr., sem eru á stærð við Ársritið. Ársritið er eftir stærð og
frágangi einhver hin ódýrasta bók, sem út kemur á íslensku í dýrtíð þessari. En
ef það fær fleiri kaapendur og ef prentunarkostnaðurinn lækkar, verður
það ódýrara, svo framarlega sem íslenska kr. fellur eigi enn þá meira.
Lýsing Vestm annaeyj a sóknar eftir Brynjólf Jónsson, prest
í Vestmannaeyjum, ásamt 2 myndum og ágætum uppdrætti eftir herfor-
ingjaráðið danska. Verð á mjög vönduðum og sterkum pappír 8 kr.
íslenskt málsháttasafn. Finnur Jónsson setti saman. Mjög
merkilegt og fróðlegt safn. I bók þessari er lífsspeki hinnar íslensku
þjóðar, ýms reynslusannindi um líf og hugsunarhátt manna. Verð 12 kr.;
fáein eintök með númeri á skrautpappír 20 kr. eintakið.
Safn Fræðafjelagsins um Island og Islendinga, I. bindi
Minningabók Porvalds Thoroddsens. I. b. með 11 myndum og
ljósprentaðri mynd af höfundinum framan við bókina. Bókhlöðuverð 10
kr. 50; verð fyrir fasta k aupendur að Safni Fræðafjelagsins 7
kr. II. bindi með 12 myndum og ljósprentaðri mynd af Thoroddsens-
hjónunum; verð hið sama sem á 1. bindi. Minningabók þessi er hin
merkasta bók um menn og atburði á Islandi á síðari hluta 19. aldar,
og víða mjög skemtileg. Priðja bindi, Fjórar ritgjörðir eftir Porv. Thor-
oddsen. Verð 6 kr., fyrir fasta kaupendur að Safni Fræðafjelagsins 4 kr.
Porvaldur Thoroddsen, um æfi hans og störf eftir Boga Ih.
Melsteð, með ljósprentaðri mynd og 7 myndum. 30 eintök með númeri,
verð 5. kr.
Valdimar Erlendsson, Um sýfílis, fræðandi ritgjörð með 16
myndum og samþyktum Rauða krossins, verð 60 aur. Alt upplagið, 57co
eintök, gefið til íslensks sjómannaheimilis.
Fræðafjelagið gerir sjer far um að vanda allan frágang á bókum
sínum, það tekur ekkert í ár á íslandi fyrir gengisfall íslensku
krónunnar, og er þó íslenska krónan nú tæplega hálfvirði af því sem
hún var. Pá er þess er gætt, sjest það best, hve lágt verðið er á bókum
Fræðafjelagsins.