Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 88
88
Páll MclsUð
fróðleiks. I annan stað þakka eg þjer, og ykkur stjórn-
endum deildarinnar, fyrir hjálpina við mig um þá ioo r.
til Thomsens. Mjer er sagt að þið hafið orðið þar við
bón minni, að minsta kosti verð eg að trúa því, ann-
ars mundi Aug. Thomsen hafa klappað á dyr mínar. En
það er ógjört til þessa.
Eg er ergilegur góði minn, útaf því hvað seint Ein-
ari hefir gengið að prenta söguna. Hann gat verið búinn
I. Maí, auk heldur i. Júní, mín vegna, því handrit mitt
var tilbúið. Eg hefi gjört mjer það að reglu, að láta
aldrei prentsmiðjuna biða augnablik eptir mjer, og átt við
hana þó opt að sælda. Hann byrjaði io. Marz að setja
fyrstu örkina, nú er 3. Júní, og það er verið að setja
12. örkina, og bæklingurinn verður 13 arkir. Petta sýn-
ist þó geta afkomist á 13 vikum, en þær verða 14 eða
15. Pað er eigi Einari að þakka þó bókin komist til
Múlasýslu, ef póstskip fer til Berufjarðar í hverri ferð,
en þó hún komist þangað, þá er hún eigi komin til
Vopnafjarðar etc. þar eystra. Og norður veit eg af engri
sjóvegsferð hjeðan. Það skyldi vera að Frakkar færu til
Eyjafjarðar. En vissast verður líkl. að senda ykkur hana,
og húti komist so með seinni sumarferðum til E(yja)-
f(jarðar) eða Húsavíkur. Vestur fara líkl. Frakkar seinna
í sumar; vanir eru þeir því, þó máske eigi nema á Dýra-
fjörð.
Eg sendi þjer skýrslu bústjórnarfjelagsins in duplo.
Líka legg eg hjer með brjef frá Arnarbæli til konu þinn-
ar. Petta vildi eg hvorugt senda þjer í vor með Fyllu,
sakir póstpeninga. Hjer liggur Fylla og Heimdallur á
höfninni, og alt er ljómandi af flöggum á landi og sjó,
það gjörir afmælisdagur krónprinzins. Clausen sýslum.
er fluttur með alt sitt í biskupshúsið gamla, en dætur
Stephensen búa þar líka. Eg held sýslumaður niðri, en
þær uppi. Stiptamtmaður eignaðist stúlkubarn í vor, og