Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 70
70
Sigfiís Blöndal
dentum 17. aldarinnar, og líkburðarstúdentunum með
brauðsneiðarnar og brennivínið mundi varla hafa dottið í hug
að syngja svona djarflega þetta kvæði varð hersöngur
danskra stúdenta. í’að kvöld var almenna Stúdentafjelagið
»Studenterforeningen« stofnað, og fluttist nú miðstöð stú-
dentalífsins danska þangað frá Garði. 1823 var haldið 200
ára afmæli Garðs og þá sungið kvæðið »Kong Christian
lægger ned sit Sværd« eftir Zahle í fyrsta skifti, með lagi
eftir A. C. Berggreen, sem síðar varð frægt tónskáld, en á
þeim árum var lífið og sálin í stúdentasöngnum. í’að kvæði
hefur síðan verið einskonan þjóðsöngur Garðbúa.
30. júlí 1818 kom ný reg'ugerð fyrir Kommúnítetið og
Garð, sem breytir hinni gömlu að ýmsu leyti. Var hækkað-
ur styrkurinn og ýmislegt gert til bóta. Síðar hefur reglu-
gerðinni verið breytt á ýmsan hátt, og styrkurinn farið vax-
andi: 1848 var hann 10 ríkisd. á mánuði, 1856 15 ríkisdalir,
1875 4° kr., 1901 50 kr., 1923 75 kr. og að auk 11 kr.
50 aur. sem Garðbúar fá. — Líka hefur hækkað tala styrk-
þeganna, og nú 1923 eru alls 183 stúdentar, sem njóta styrks-
ins, auk þess sem Kommunítetið veitir nokkrum kandídötum
og doktorum náms- og ferðastyrki, auk annara minni styrk-
veitinga. Guðfræðisdeildin hjelt yfirráðum sínum yfir stofnun-
unum til 1845, Þ®' var stjórn þeirra falin á hendur 3 með-
limum háskólaráðsins; síðan kom námsstyrkjastjórn háskólans
(Stipendiebestyrelsen) í staðinn og er svo nú.
Nýi andinn á Garði kom fram á margan hátt. 1831
var stofnað lestrarfjelag. 1832 var stofnað fyrsta svökufje-
lagið -, sem seinna til aðgreiningar frá öðrum þesskonar fje-
lögum, var kallað »Den gamle Vækkerforening« eða bara
»Gamle«. Átti það að koma mönnum til að fara snemma á
fætur og var »Sigur andans yfir holdinu* orðtak fjelagsins.
Skiftust fjelagsmenn til að vekja og lágu sektir við, ef menn
ekki voru klæddir í tæka tíð. Seklunum var svo varið í
skógarferðir á vorin og »gæsagildi« á haustin. Seinna reis
upp annað vökufjelag (»Pip«). í »Genboerne« sem Hostrup
samdi á Garði 1844 er lýst fundi í »Gamle« eins og hann
var þá og eins og hann gæti verið nú. Reyndar er nú hætt
í því fjelagi að vekja, og það orðið einskonar skemtifjelag.
Af nýkomnum Garðfjelögum verður líka að telja »Ugluna«
(Uglen), sem var stofnuð 1910.
í byrjun 19. aldarinnar voru Garðbúar og stúdentar yfir-
leitt miklir áhugamenn í andlegum efnum, fengust við skáld-
skap, söng og fagrar listir. Carl Ploug reit 1839 fyrsta stúdenta-