Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 77
IJrjef til Jóns Sigurðssonar
77
vilja tala við mig. Er það nú fyrir sig þó þeir trufli
mig þegar eg hripa prívat seðil, en hitt er verra, að eg
hefi ekki næði til að hugsa um og skrifa eitthvað í ís-
lending. Hana nú! Eg hefi sett þarna Eyvind útilegu-
mann, og er það hvorki heilt eða hálft, og heldur þyki
mjer það nú illa samið; en betra er þó þetta en ekkert.
Og sje ei byrjað, þá*verður ekki neitt úr neinu; eins er
nú um þessar norðurfarir. Eg vildi reyna að fræða landa
okkar um jörðina norður og suður; en þetta, sem eg er
að skjótast í og skrifa, er þó valla boðlegt; og verst er
að uppdráttur er ekki til hjá bændum, svo þeir skilja það
ekki. Mig vantar bækur þeirra Mac Clures, Belchers & c.,
sem fóru að leita Franklíns, en »dáltið yfirlit« á eg yfir
þetta ferðalag, og Petersens bók á eg, og Clintocks bók
get eg fengið. Ross bók hefi eg lesið og man úr henni.
Gaman væri góði bróðir, að mega sitja við og fræöa
landa okkar um sögu og landafræði. Ólukku fátæktin!
Skal aldrei koma þar, að eg gæti fengið að bregða mjer
til Færeyja, Hjaltl(ands), Skotl(ands), Noregs? og rita so
um það, sem eg heyrði o'g sæi ?
Pað sem í frjettum er, segja blöðin »ísl(endingur)«
og »Pjóðólfur«. Mjer þykja það nú beztu frjettirnar, að
Ottesen er búinn að sýna þeim hjer syðra framaní há-
kallinn. Pað getur auðgað menn með tímanum; og so
væri nú gott ef þetta fiskifjelag, sem Smith hefur skrifað
sig fyrir, gæti komist á fót; en eg hefi litla trú til þess,
því er miður. Hefi eg þó skrifað hjer út um alla sýslu
og í embættisnafni skorað á menn að ganga í þetta fje-
lag og eggjað þá á allar lundir. En menn eru óviðráð-
anleg dauðýbli, eins og þú veitst. Hjer er býsna hart
milli manna, og fjöldinn etur hrossaket. Hjer er dáltið
róstusamt í Rv. Við viljum margir ríða J(ón) G(uðmunds-
son) ofan, því okkur finnst hann dominera til hins verra.
Við viljum fyrst og fremst hafa hann úr bæjarstjórninni,