Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 46
46
Finnur Jónsson
aldrei verið í talaðri íslensku. Sum orð eru horfin af því,
að það sem þau eiga við, er horfið úr lífi manna (bagal-
stafr, hvarf með katólskunni; bakeldr og bakelda-
gerð; bakklæði; ballriði, allar bann-samsetníngar,
orðin heyra til katólskunni; sum af þeim mætti eflaust
enn hafa í sögulegri frásögn, og í daglegu máli mætti
sum hafa nú, en með annari merkíngu í orðinu bann, =
áfengisbann; barða = nokkurskonar öxi; barmtog
hefur víst aldrei ísl. verið, heldur norskt). Merkilega fá
eru þessi orð. Orðin baðkarl, baðstofumaðr og bað-
sveinn mætti nú vel taka upp aftur, eftir að baðhús
hefur verið stofnað í Reykjavík (og víðarf).
Sum orðanna eru horfin án þess að hægt sje að
benda á nokkura ástæðu til þess (bágráðr, bakborinn,
bakhverfast, bakmælismaðr, bakslag = árás að
baki, bakvana = bilaður í bakinu, hryggnum, haft um
hesta, baldrast, balla, ballra, barlast; barhöfði er
nú berhöfðaður). Hvað baklokr er, vita menn eiginlega
ekki; líklega = baðkápa; bannböl er ekki til, en ráng-
lesið fyrir »leigubola« (þannig hdr.).
Öll hin orðin í Fritzner — alt að 130 — eru í nýju
orðabókinni, en sum af þeim hafa fengið breytta merk-
íngu eða eru höfð öðruvísi. baðferð mun nú ekki merkja
annað en ferð til einhvers (fjarlægs) baðs(staðar); að
fornu merkti það »það að fara í bað«. baðstofa var í
gamla daga = baðhús, síðar fjekk það orð, sem kunnugt
er, aðra merkíngu, og þarf ekki frekar frá henni að segja,
en breytíngin kom af breytíngu á lífernisháttum. bagl-
aður hefur víst nokkuð aðra merkíngu nú en fyrrum.
bakjarl hefur Fritzner í merkíngunni bakslag (árás að
baki); S. Bl. hefur það líka, en í sömu merkíngu sem
bakhjall(ur), og það merkir alt annað; líklega er hjer um
tvö skilin orð að ræða. bákn merkti áður merki, og í
þeirri merkíngu hefur Gr. Thomsen orðið, líklega af því