Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 58
58
Sigfús Hlöndal
hvernig háskólinn færi með yfirráðin. Guðfræðiskennurum há-
skólans var gert að skyldu að húsvitja hjá Garðbúum fjórum
sinnum á ári og kanna hagi þeirra og grenslast eftir framför-
um þeirra við námið. Seinna var rektor háskólans falin þessi
skylda. Fyrst framan af skiftust kennarar guðfræðisdeildar-
innar til að hafa eftirlitið á hendi, og ljetu þeir ráðsmann
(oeconomus) annast um fjármálin. Hjelt hann fjölda vinnu-
fólks, Ijet rækta grænmeti í kálgarði háskólans, baka brauð,
brugga öl o. s frv. En til daglegs eftirlits með stúdentunum
var settur annar embættismaður og nefndist præpositus eða
prófastur, og var hann skömmu eftir stofnun Garðs látinn fá
embættisbústað þar. Hjet fyrsti prófasturinn Ole Pedersen
(1627—30). Hafði prófastur einn af stúdentunum fyrir svein
(famulus). Var þröngt í embættisbústaðnum, og hann ein-
ungis ætlaður ógiftum mönnum. Þegar Kristján 4. árið 1634
stofnaði kennaraembætti við háskólann í metafýsík og stærð-
fræði, ákvað hann að sá er hefði það embætti skyldi um leið
vera prófastur á klaustrinu og Garði. Þessu var þó breytt,
og staðan sameinuð embættinu sem »professor poeseos«
(kennari f skáldlist), en síðar fjell þetta niður — prófaststað-
an varð bæði veglegri og bústaðurinn betri, og á endanum fór
því svo að allir háskólaprófessorar gátu orðið prófastar. Stund-
um voru varaprófastar settir til aðstoðar prófasti, en það var
ekki fast embætti. Við Garðkirkjuna var prestur og hafði
djákna (dekani) sjer til aðstoðar; höfðu þeir líka eftirlit með
daglegum námsiðkunum stúdenta. Þá var og sveinn (famulus)
Kommúnítetsins og skenkjari þess, og dyravörður á Garði.
»Sveinninn« var einn af stúdentunum, bar hann á borð og
var hringjari og fjekk tvo skamta að launum. Skenkjarinn
var líka oftastnær stúdent, en dyravörður óbrotinn leikmaður.
1 fyrstunni var ætlast til þess að tala stúdentanna (alumni,
eleemosynarii) væri 100, að meðtöldum prófasti og djáknum.
En brátt óx talan, og árið 1630 voru alls 144 er fengu dag-
legan kost í klaustrinu. Hjelst þessi tala óbreytt þar til á
ófriðarárunum 1658—60, er Svíar sátu um Kaupmannahöfn.
Margar af jarðeignum Kommúnítetsins urðu þá fyrir stór-
skemdum, og ýmislegt annað kom til, sem gerði erfitt að
halda uppi sömu risnu og áður. Var því ekki hægt að láta
svo marga borða í klaustrinu, og árið 1663 var ákveðið að
einungis 100 stúdentar skyldu mega borða þar, en ekki var
hægt að koma því á að sú tala yrði full fyr en árið 1709,
og hjelst hún úr þvi.
Að því er snerti Garð var upphaflega ætlast til þess að