Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 9
Vilhjálmur Stefánssou
9
vestar bjuggu, þóttust vissir um, ab hjer væri enga fæðu
að fá, og ef nokkrir menn byggju á þessu sviði, væru
þeir grimmir og illir viðureignar. Pað var því mjög erfitt
fyrir Vilhjálm að fá nokkra Eskimóa til að fylgja sjer; en
þó tókst honum loksins með fortölum sínum að fá tvo
karlmenn og einn kvennmann til að slást í förina.' Hann
lagði af stað í aprílmánuði 1910 og gerði sjer strax far
um að veiða dýr, þar sem hægt var, því að við það óx
Eskimóum hans hugur, ef hann gat sýnt þeim, að trú
þeirra á dýraskorti væri á engu bygð; því ekki lagði
Vilhjálmur á stað frá bækistöð sinni nálægt Cape Parry
með meiri vistir en til tveggja vikna. Um miðjan maí
sáu þeir loks merki eftir menn, og því næst fundu þeir
sleðaför; lágu þau norður eftir yfir sundið til Viktoríulands,
sem þá var auðvitað lagt ís. Lögðu þeir nú út á sund-
ið, fundu þar hvert eyðiþorpið af snjó á fætur öðru,
sem menn nýlega höfðu yfirgefið, og með því að fylgja
brautinni í snjónum náðu þeir loksins flokknum, sem búið
hafði í þessum snjóhreysum. Eskimóarnir flytja nefnilega
stað úr stað, eftir því sem selaveiði er að finna á ísnum.
Pað var allmikill kvíði hjá fylgdarmönnum Vilhjálms yfir
því, hvernig þeim mundi tekið hjá þessum ókunna lýð,
og auðvitað varð að fara að öllu varlega, svo að enginn
misskilningur risi milli þeirra og að þeir óttuðust, að hjer
væru komnir óvinir að heimsækja þa. Fylgdu þeir því
flestum reglum, sem tíðkast meðal Eskimóa undir slíkum
kringumstæðum.
þegar þeir nálguðust þorpið, sáu þeir þrjá selveiða-
menn þar skamt frá. Vilhjálmur sendi þá annan af fylgd-
armönnum sínum, Tannaumirk, ungan Eskimóa frá
Mackenziehjeraðinu, á undan til þess að ná fundi þess-
ara selveiðamanna. Hann gekk að þeim næsta, sem sat
grafkyr, uns Tannaumirk var eitthvað fimm skref frá
honum, þá reis hann skyndilega upp, greip stóran hníf,