Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 108
108 Sveinbjörn Gestur Sveinbjörnsson
Sveinbjörn var sjálfstæður maður og gekk sinn veg,
laus við allan sveita- eða flokkadrátt. Hann var vand-
aður maður, óframfús, en frjálslyndur í landsstjórnarmál-
um og hneigðist mest að »rjettarríki«, hinni nýju stefnu,
að hlutverk ríkisins sje aðallega í því fólgið, að halda uppi
rjetti borgaranna og að vernda þá gegn ójöfnuði annara
manna; að öðru leyti eigi ríkisstjórnin og löggjöfin að
skifta sjer sem minst af meðlimum þjóðfjelagsins; »ríkið«
eigi ekki heldur að leggja svo mikla skatta á menn, og
skifta sjer af svo mörgu eins og það geri nú.
Sveinbjörn var góður Islendingur, eins og ýmsar
greinar hans bera vitni um. Hann var hjálpsamur, þá er
til hans var leitað, en annars var hann eigi íhlutunarsam-
ur. Hann var stiltur og hæglátur, en þó ör í skapi og
tilfinninganæmur og gat verið fyrtinn. fað gat ólgað í
honum, þrátt fyrir alla stillinguna. Hann var hið mesta
snyrtimenni, og meðalmaður að vexti.
Á síðustu árum æfinnar lagði Sveinbjörn sjerstaka
stund á íslenska hljóðfræði. Hann var að semja allmikið
rit, íslenska hljóðfræði, og mun hafa verið hjer um
bil búinn með hana, þá er hann varð veikur.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson var ókvongaður alla æfi.
Árið eftir það að hann varð kennari í Árósum, kom Sig-
ríður systir hans til hans (1888), og bjuggu þau systkinin
saman upp frá því. Systir hans var eldri en hann, og
hafði frá bernsku verið honum mjög góð og umhyggju-
söm systir. Heimili þeirra var hið snyrtilegasta, og var
gaman að koma til þeirra, því að alt bar þar vitni um
ánægju og þokka. Pað hefur verið þungt fyrir systur
hans að missa svo góðan bróðir.
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar hefur verið minst af
nemendum sínum með mörgum fögrum greinum í blaði,
er heitir Arosia, og er fjelagsblað þeirra manna, er
gengið hafa í latínuskólann í Árósum (Aarhusianersam-