Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 40
40
Halldór Hermannsson
(kölluð karibou) eru nokkuð stærri en sú tegund, senr>'
lifir í garr.la heiminum. Moskusnautunum er að fækka og
og víða hafa þau horfið með öllu, því það er auðveldara
að drepa þau og þau eru mjög eftirsótt af Eskimóum.
Síðan Vilhjálmur kom úr ferð sinni, hefur hann feng-
ist mest við ritstörf og fyrirlestrahöld, en auk þess gerði
hann út, víst mestmegnis á sinn eigin kostnað, leiðangur
til Wrangelseyjar norður af Síberíu og drógu þeir, er
hann sendi þangað, þar um breska flaggið og tóku eyju
til eignar handa Bretakonungi. fað var dálítið blaðaþras
um það mál, því 1881 hafði amerísk skipshöfn tekið hana
til eignar undir Bandaríkin, en þar sem ekkert hafði verið
gert frá Bandamanna hálfu til að hetja þar nýlendu eða
nota eyjuna að neinu, þá hafa þeir víst mist eignarrjett
sinn til hennar samkvæmt alþjóðavenju, og því var það
ekki til fyrirstöðu, að sendimenn Vilhjálms lýstu hana
eign Breta. Úr þessari ferð eru þeir þó ekki komnir enn.
Eyjan þykir ekki mikils virði, en þetta tiltæki Vilhjálms
á rætur sínar að rekja til trúar hans á framtíð heimskauts-
landanna og þýðingu þeirra fyrir loftferðir. Hann hyggur
að loftferðir verði mjög tíðar, þegar álíður, yfir þessi
lönd og því muni eyjar þar verða notaðar sem stöðvar.
Vildi hann hindra það að Wrangelsey kæmist í hendur
Japana.
Af því sem að framan er skráð má sjá, að Vilhjálmur
er afreksmaður mikill og hefur oft komist í hann krapp-
ann á þessum pólarferðum sínum, orðið að þola mikla
vosbúð og þrautir, en staðist það altsaman vel. Mætti
því ætla, að hann væri mikið hraustmenni að burðum,
stór og sterkur. Pað er hann þó ekki, hann er meðal-
maður á hæð og grannur vexti. Hann hefur sagt það
sjálfur, að styrkleiki sje mikilsvirði í pólarferðum, en
miklu meira virði sje þó skapferlið; þar er mest komið
undir viljafestu, ljettlyndi og áhuga. Pað er ekki verk