Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 56
5<>
Sigfús Blöndal
jafnvel líka sjeð fyrir kennurum, eins og enn á sjer stað við
suma enska háskóla.
Kaupmannahafnarháskóli, sem tók til starfa árið 1479,
átti í fyrstu erfitt uppdráttar. Þá voru róstu og byltingatíroar
í landinu. Tilraunir þær, sem gerðar voru til að koma á lík-
um hjálparstofnunum og þektust við erlenda háskóla, urðu að
engu, og lá við sjálft að háskólinn lognaðist út af; þannig
var enginn rektor kosinn árin 1530—1537. En þegar Kristján
III. hafði unnið algerðan sigur í borgarastríðinu og siðabótin
var komin á, tók hann og ýmsir mentavinir í taumana, og 3
árum eftir lögleiðing siðabótarinnar, 10. júní 1539, gaf kon-
ungur út nýja stofnskrá fyrir háskólann. Sjest á henni að
konungur hefur haft f hyggju að láta reisa sjerstakan stú-
dentagarð. Auk þess ljet konungur Heilagsandaklaustrið gefa
nokkrum fátækum stúdentum mat, og gaf því f staðinn korn
og síðar tíundir af 39 sóknum á Sjálandi. Fyrst var þetta
ætlað 12, síðan 20 stúdentum.
Aðsóknin að háskólanum fór vaxandi, og brátt kom í
ijós að þessir námsstyrkir voru ónógir. Árið 1 369 stofnaði því
Friðrik konungur II. K om múnítetið, sem átti að kosta
daglegt matarhald 100 stúdenta. Munu þeir Peder Oxe, rík-
ishofmeistari, Jóhann Friis kanslari og hinn frægi vísindamað-
ur Niels Hemmingsen hafa verið í ráðum með konungi um
þetta. Er gjafabrjefið og stofnskráin undirskrifuð 25. júlí 1569.
Gefur konungur til þessa ýmsar jarðir, er heyrðu undir krún-
una, ^39 á Sjálandi, t4 á Falstri og að auk konungstíund
af 92 sóknum á Sjálandi.1) Fór borðhaldið fyrst fram í
Heilagsandaklaustrinu, síðar í sjerstöku húsi austanvert við
Nörregade rjett við háskólann. Hugmynd Kristjáns III. um
sjerstakan stúdentabústað komst þó ekki í framkværnd strax,
og Friðrik II. lifði það ekki heldur. Það var fyrst á ríkis-
árum sonar hans og eftirmanns Kristjáns IV að úr því
varð. 1595 gaf Christopher Walkendorphgarðsinn fyrir stúdenta-
bústað (Walkendorphs Kollegíum), en það bætti lftið úr því, þar
gátu aðeins ró stúdentar búið. Húsnæðiseklan og húsaleigan
fór vaxandi, og stjórn háskólans leitaði liðs hjá konungi til
‘) Fað hefur stundum heyrst hjá íslendingum, að þessi styrkur ætti
uppruna sinn að einhverju leyti til íslenskra jarðeigna, sem konungur hefði
átt að gefa. af þeim er höfðu komist undir knfnuna, og hafa sumir ís-
lendingar viljað byggja á því skýringu þess að íslenskir stúdentar síðar
fengu forgangsrjett til þessa styrks. En svo er ekki. Allar eignir
Kommúnítetsins voru danskar, og í þess sjóð hefur aldrei runnið einn
eyrir frá (slandi svo menn viti.