Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 153
M3
Hið íslenska fræðafjelag
í Kaupmannahöfn
var sett á stofn laugardaginn u.maí 1912. Það hefur gefið út:
Endurminrtingar Páls Melsteðs með myndum, 2,50. >Oss
finst þetta skemtilegast allra íslenskra minningarrita. Enginn ritar fegra
mál íslenzkt en Páll Melsteð, og er fegurðin hjá honum einkum í því fólgin,
hve mál hans er lipurt og ljett. . . Endurminningar Páls Melsteð þykja oss
svo dýrmætar.... Þar birtist mynd eins af allra bestu mönnum þjóðar
vorrar, án þess að nokkuð sje skekt, að vorri þekking nákvæmlega eins
og maðurinn var í reyndinni.« Dr. síra Jón Bjarnason, Sameiningin 17.
árg., bls. 316.
Brjef Páls Melsteðs til Jóns Sigurðssonar, 2 kr. »]?essi
brjef eru engu síður fróðleg og skemtileg en Endurminningarnar, og þurfa
hinir mörgu vinir Páls jafnt að eignast bæði ritin. Og enn betur skína
mannkostir Páls út úr brjefunum.« Biskup Þórhallur Bjarnarson, Nýtt
kirkjublað.
Viðbætir við brjef Páls Melsteðs útgáfuna 1913, 50 aurar.
Píslarsaga síra Jóns Magnússonar, um galdramál, með inn-
gangi eftir Sigfús Blöndal. 1. h. 1,505 2. h. 2,00; 3. h. 1,50. Öll bókin
5 kr. »Bókin er dýrmæt heimild að menningarsögu okkar.« N. í Isafold.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. III. b., 1. h.,
bókhlöðuverð 9 kr., áskrifendaverð fyrir gamla kaupendur að allri Jarða-
bókinni 6 kr. Jarðabók þessi er mjög fróðleg um margt, og hið
langbesta heimildarrit, sem til er, um hag bænda og búnaðarástandið á
íslandi á síðari hluta 17. aldar og í byrjun 18. aldar. í henni eru nafn-
greindir allir ábúendur og jarðeigendur. — 1. bindi 12 kr.; 1. — 4. hefti
2,25 hvert hefti, 5. h. 3 kr.; II. b. alt 19 kr.; 1. h. 4,50; 2. h. 4,50;
3. h. 10 kr.
Ferðabók eftir Þorvald Thoroddsen, hin mesta og fróðleg-
asta ferðabók, sem út hefur komið um lsland. 1. bindi, 1. hefti uppselt;
I. b., 2. h.—IV. b. 18,50 kr.
Orðakver einkum til leiðbeiningar um rjettritun eftir Finn
Jónsson, ib. 75 au.
Afmælisrit til dr. phil. Kr. Kalunds, með 8 myndum, æfisögu
dr. Kálunds og 6 ritgjörðum um sögu íslands og bygð. 2,00.
Árferði á íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thoroddsen,
1. li. 5 kr., 2. h. 6 kr. Öll bókin 11 kr. 1. hefti uppselt.
Handbók í íslendinga sögu eftir Boga Th. Melsteð, 1. b.
verð 3,7 5.