Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 93
Brjef til Jóns Sigurðssonar
93
fyrir það bróðir minn, því nú hefi eg frið Thomsens til
vordaga, og kalla eg það góðan vetur. Eg skal bera
mig að hugsa opt um veslings fjelagið okkar. Mjer er
vel til þess, eins og þú getur nærri, en það er með það
eins og annað, að deyfðin okkar stendur því fyrir þrifum.
Og einna mest er hún syðra rjett hjerna í kringum okkur.
Við skulum reyna í vetur að fá menn í fjelagið, og gjöld-
in hjá þeim sem í skuldum standa. En það er ekki gam-
an við að fást, þeir lofa margir góðu og þar við lendir.
Eg hefi skilað því, er þú beiddir mig um að segja
Sigurði málara.
Eg á að heilsa þjer og konu þinni frá konu og
dætrum. Og lifðu nú heill og vel elsku bróðir.
Pinn vin meðan heiti
Páll Melsteð.
X.
Reykjavík 21. Jun. 1869.
Elskulegi bróðir minn.
Kærar þakkir fyrir brjefið þitt síðasta. Eg vildi
reyna að styrkja til þess að bækurnar, sem þið senduð
bæði nú og seinna, kæmust eitthvað áleiðis, en nú er
ekki hægðin á, að minsta kosti sem stendur. Öll skip
eru farin vestur, en um norðurland er ekkert talað.
Clorinde ætlar á ísatjörð á morgun, og með henni hefi
eg von að það komist, sem þangað á að fara; tilStykkis-
hólms, eða rjettara, til Breiðafjarðar er engin sjóvegsferð;
vera má að Fylla fari þangað seinna, þó held eg ekki,
því hún hefir verið þar. En því má koma á Mýrarnar,
og er þó verst þaðan og vestur yfir nesið. Póstur getur
nú ekkert tekið, eg meina norðanpóst, vegna hestaleysis,
en ofdýrt að kaupa flutning þegar svo stendur á. Eg
held þetta greiðist til, áður minnst varir. Pað sem á að
fara út um þenna landsfjórðung, það skal komast. Pað