Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 22
22
Halldór Hermannsson
þeir ekki. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst.
Hinn 15. maí náðu þeir fyrsta selnum, og voru þá þau
vundræðin á enda; selurinn veitti þeim fæði og ljósmeti,
og nú moraði af selum nálega í hverjum ál. Isbjarna
urðu þeir og varir. En þíðurnar urðu þeim erfiðar; þeir
gátu oft ekki komist yfir álana nema með því að gera
bát úr sleðanum (þeir settu tjargaðar boldangsumbúðir
utan um hann) og fara þannig yfir. þeim þótti örvænt
um, að þeir næðu Bankslandi nema vestanvindur kæmi
og drifi þá með ísnum austur eftir, en nú var þvert á
móti jafnaðarlegast Sustanvindur, svo þá rak vestur eftir.
Pó tókst þeim loksins að komast á landfastan ís, og 25.
júní komust þeir í eyjar, sem liggja vestan við Bank's-
land; höfðu þeir þá verið á ferð yfir ís í 96 daga og
höfðu farið 700 enskar mílur, þegar það er talið með,
sem þá hafði rekið.
Um sumarið dvöldu þeir á Bankslandi og höfðu að-
alstöð sína á vesturströndinni nálægt Noregsey, en fóru
þaðan tíðum ferðir inn í landið og könnuðu mikið af því.
Altaf voru þeir að vonast eftir, að »Noröurstjarnan«
kæmi sunnan að, en ekki bólaði á neinu skipi; biðu þeir
lengi þolinmóðlega, enda höfðu þeir nóg að gera að
veiða hreindýr og þurka ketið af þeim; var það vista-
forði til næsta vetrar. En þá vanhagaði um ýmislegt,
einkum voru skotfærin farin að minka mjög hjá þeim. í
september var farið að reyna á þolrifin í þeim, og þá
rjeðu þeir löks af að halda suður með ströndinni til Cape
Kellett, ef ske kynni að skipið væri þar, en svo var þó
ekki, og var það þeim mikil vonbrigði. Hjeldu þeir þó
ofurlítið lengra suður á bóginn til þess að ganga alger-
lega úr skugga um, hvort nokkuð skip væri þar um slóð-
ir. Og þá sáu þeir loks‘ns nýleg mannaför í sandinum
og þar næst skip, sem þar hafði verið dregið upp á
ströndina til vetrarlegu. Petta var ekki *Norðurstjarnan«