Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 43

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 43
Um íslensku vorra tíma 43 breyst ákaflega mikið frá því í fornöld; öll raddhljóðin hafa breyst, undantekníngarlaust, smám saman og ekki öll í einu. Breytíngin er gagngerð, svo að ekki aðeins framburður hljóðanna er breyttur í sjálfu sjer, heldur eru þau og breytt að lengd og stuttleik, oft orðin alveg öfug við það, sem voru áður. Líkt er að segja um sam- stafnalengd. Samhljóðarnir hafa haldist öllu betur; þó eru þar og ýmsar breytíngar á orðnar. Pessar breytíngar á samstafnalengd eru sameignar öðrum norðurmálum, og hefur íslenskan þar fylgst með þeim, þótt ekki hafi þær orðið þar jafnsnemma. Hins vegar má taka það fram, að beygíngarnar í málinu hafa breyst minna, miklu minna, en í nokkuru öðru norðurmáli, og þó eru ýmsar breytíngar þar orðnar líka; jeg minni aðeins t. d. á, að -r í kvennkynsorðum sem veiðr, heiðr er að mestu leyti horfið, og nefni- fallið orðið þolfalli líkt (veiði, heiði); eða að u í þol- falli fleirtölu af orðum sem völlur er svo að segja horfið, og þolfallið lagað eftir nefnifallinu og i-stofnsorðum (velli) o. s. frv. Fleira mætti telja. En samt sem áður er það þetta, orðmyndirnar, sem síst hefur breyst, og veldur því, að margir segja, að vort mál sje sama og fornmálið, — og það er heldur ekki rángt. Pað er það sem veldur því, að vjer getum lesið, svo að segja við- stöðulaust, sögur vorar og rit frá fornöldinni. En vjer lesum það alt með vorum breytta framburði. Hvort forn- menn mundu skilja það, sem vjer lesum upp nú, ef svo mætti verða, gæti jafnvel verið vafasamt, sumir kunna ef til vill að segja, að þeim mundi veita það fullerfitt. En hvað er að segja um orðin sjálf og orðaforðann? Er hann hinn sami, eða er þar líka breytíng á orðin? og hver er hún ef svo er? Eað er nú í sjálfu sjer handvíst og sjálfsagður hlutur, sem ekki er hægt að deila um, að í hverju máli, sem til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.