Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 43
Um íslensku vorra tíma
43
breyst ákaflega mikið frá því í fornöld; öll raddhljóðin
hafa breyst, undantekníngarlaust, smám saman og ekki
öll í einu. Breytíngin er gagngerð, svo að ekki aðeins
framburður hljóðanna er breyttur í sjálfu sjer, heldur eru
þau og breytt að lengd og stuttleik, oft orðin alveg
öfug við það, sem voru áður. Líkt er að segja um sam-
stafnalengd. Samhljóðarnir hafa haldist öllu betur; þó eru
þar og ýmsar breytíngar á orðnar.
Pessar breytíngar á samstafnalengd eru sameignar
öðrum norðurmálum, og hefur íslenskan þar fylgst með
þeim, þótt ekki hafi þær orðið þar jafnsnemma.
Hins vegar má taka það fram, að beygíngarnar í
málinu hafa breyst minna, miklu minna, en í nokkuru
öðru norðurmáli, og þó eru ýmsar breytíngar þar orðnar
líka; jeg minni aðeins t. d. á, að -r í kvennkynsorðum
sem veiðr, heiðr er að mestu leyti horfið, og nefni-
fallið orðið þolfalli líkt (veiði, heiði); eða að u í þol-
falli fleirtölu af orðum sem völlur er svo að segja
horfið, og þolfallið lagað eftir nefnifallinu og i-stofnsorðum
(velli) o. s. frv. Fleira mætti telja. En samt sem áður
er það þetta, orðmyndirnar, sem síst hefur breyst, og
veldur því, að margir segja, að vort mál sje sama og
fornmálið, — og það er heldur ekki rángt. Pað er það
sem veldur því, að vjer getum lesið, svo að segja við-
stöðulaust, sögur vorar og rit frá fornöldinni. En vjer
lesum það alt með vorum breytta framburði. Hvort forn-
menn mundu skilja það, sem vjer lesum upp nú, ef svo
mætti verða, gæti jafnvel verið vafasamt, sumir kunna ef
til vill að segja, að þeim mundi veita það fullerfitt.
En hvað er að segja um orðin sjálf og orðaforðann?
Er hann hinn sami, eða er þar líka breytíng á orðin? og
hver er hún ef svo er?
Eað er nú í sjálfu sjer handvíst og sjálfsagður hlutur,
sem ekki er hægt að deila um, að í hverju máli, sem til