Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 126
120 Saga Abraliams Liacolns Bandaríkjaforseta.
nauðsynlegt. En hins vegar er svo ljúft og skemtilegt að tala
um það, sem vel er gert, og Bjarni Jónsson kennari frá Heið-
arseli hefur unnið þarna þarft verk, sem horfir til sannra
þjóðþrifa, og þetta getur hann fátækur maður, aldraður barna-
kennari, án nokkurs styrks úr landssjóði, af því að hann
hefur einlæga löngun og vilja til þess að verða þjóð vorri að
gagni, en starblínir eigi á eigin hagsmuni sína. Og annar
maður efnalítill, Jón Helgason prentari, hefur gefið út bók
þessa og selur hana við vægu verði eftir stærð.
Æfisaga Lincolns er að mestu þýdd úr ensku. í’að
hefði eflaust mátt finna fullkomnari sögu af honum, en bók
þessi er við alþýðu hæfi. Þýðingin er eigi heldur alstaðar svo
vönduð sem skyldi, — það er eigi heldur hin dýra þýðing af
Faust, — en hún er auðskilin hveijum alþýðumanni, og það
er mikill kostur. Á tveim stöðum í fyrri hluta bókarinnar
fanst mjer, að efnið hefði þurft dálítillar skýringar fyrir íslenska
lesendur, þótt Ameríkumenn þurfi þess ekki, þar sem
um þeirra eigin sögu er að ræða. »Consort Bretaprins« á
bls. 243 er og villandi. »Consort« er tignarnafn, en eigi
eiginnafn. Þar hefði átt að standa Albert prins, og að hann
væri maður meykonungs Breta. Tignarnafnið »Prince Consort«
fekk hann 25. júni 1857, rúmum fjórum árum áður en hann
dó. En þrátt fyrir þetta er bók þessi ágæt og skemtilegri
en margar skáldsögur.
Abraham Lincoln frelsaði miljónir svertingja úr þrældómi
og forðaði Bandaríkjunum frá sundrung og sífeldum rjandskap.
Sjaldan hefur nokkur konungur eða ríkisforseti átt við jafn-
mikil vandræði að berjast sem hann. og aldrei hefur neinn
þeirra verið mildari og sáttfúsari við óvini sína en hann.
Hann vann sigur í hinni miklu borgarastyrjöld Bandamanna,
en til þess að geta borið hinar miklu raunir á stjórnarárum
sínum, hafði hann stundum þann sið, að segja kímnissögur,
og eru sumar þeirra sagðar í æfisögu hans. Þær eru óvið-
jafnanlegar og einnig mörg svör hans. Það er dauður maður
sem hlær eigi að þeim eða dáist að svörum hans.
Það hefur verið sagt um íslendinga, að þeir geti ekki
verið kátir, nema þeir fái sjer í staupinu og drekki sig fulla,
en það er dýrt að drekka brennivín og annað áfengi og það
spillir heilsunni. Ein flaska endist eigi heldur lengi, og nú
kostar flaskan oft meira en eitt eintak af æfisögu Lincolns.
Þeir sem kaupa brennivín til að gleðja sig, ættu því heldur
að kaupa æfisögu Linc.olns og lesa hana. Hún er meira
verð en 1000 brennivínsflöskur, og menn geta lesið hana