Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 101
Athugasemdir ioi
Arkirnar í mannkynssögunni eru stórar og miklu meira letur
á hverri blaðsíðu en alment er i íslenskum bókum. í Minn-
ingarriti Bókmentafjelagsins, Rvík 1916 bls. 16 nm. er skakt
sagt frá þessu.
Bls. 85. Skapti = Skapti Timoteus Stefánsson, sjá
Endurminningar P M. Þeir Jón Sigurðsson fóru utan sam-
skipa til háskólans 1833, og fengu langa útivist. Töldu sum-
ir landar í Kaupmannahöfn þá af Þá kvað Konráð Gísla-
son þrjár vísur og er þetta upphafið:
Á sjávarbotni sitja tveir
seggir í andaslitrum,
aldrei koma aftur þeir
upp úr hrognakytrum.
Bls. 88. Arnarbæli í Ölfusi, þar bjó þá sjera Guð-
mundur Einarsson Johnsen, bróðir Ingibjargar konu Jóns Sig-
urðssonar.
Bls. 90. ekki minn vinur. P. M. á hjer við það, að
Halldór reyndi tvisvar að eyðileggja sagnaritun hans, sjá End-
urminningar P. M. bls. 91 — 93. P. M. þótti þetta undarlegt,
því að hann hafði aldrei lagt til H. Kr. Fr.
Bls. 91. »perrist í« svo sagði Jón Guðmundsson oft í
staðinn fyrir »sperrist í«.
S. bls. sá stutti, þ. e. Sveinbjörn Jac.obsen kaupmaður,
er var lágur vexti, en þrekinn og samanrekinn.
Bls. 93. fjelagið okkar, þ. e. Hið ísl. bókmentafjelag.
P. M. var skrifari þess um þessar mundir.
Bls. 94. skrifari forseta sjá Brjef P. M. bls. 129.
S. bls. Anna, dóttir P. M. dvaldi í Danmörku- 1873 —
1875 og lærði mjólkurmeðferð, smjör- og ostagerð.
Bls. 96. gragulera, svo sagði Grímur póstur, er hann
vildi segja »gratulera«.
S. bls. frjetta-handrit = handrit að »Fijettum frá
íslandic.