Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 95
Brjef til Jóns Sigurðssonar
95
þakka eg þjer kærl. fyrir tilskrifið frá 12. f. m. Loksins
kom þó Diana eftir langa eftirvæntíng okkar, og augna-
raun þeirra, sem voru á höttunum hjerna á öllum hæðum
og hólum, og þóttust sjá skip á hverjum degi.
Eg fór strax til Landshöfðingja, og tók hann vel
tali mínu. Það er beðið um styrk til þriggja ára, sagði
hann, en eg ræð að eins þeim hlut um eitt ár, þessvegna
getur nú ekki orðið umtalsmál nema um þetta ár, sem
er að líða. Eg vil styrkja alt, sem að því lýtur að efla
landbúnaðinn, þessvegna skal eg veita dóttur yðar 100 rd.
þegar hún er komin híngað til lands. Og sjái eg ávexti
skal eg eftirleiðis styðja þetta fyrirtæki, ef mögulegt er.
Petta er hjerumbil inntakið úr tali hans við mig.
Hann veitir þannig ioo r., en því aðeins, að hún
komi híngað til lands í sumar. Nú hefi eg skrifað Onnu
þetta, og sagt henni að ráðfæra sig við þig. Eg veit vel
að fæstir, og vera má enginn hjer syðra, munu vilja
þiggja tilsögn í því, að fara vel með mjólk, búa til golt
smjör og æta osta. Að bjóða þeim hjerna tilsögn í
slíku, ætla eg gángi því næst að boða nýjan átrúnað.
En eg ætla, að greiðara mundi gánga fyrir norðan. Alt
um það, eg hefi heldur eggjað Önnu á að koma, og
reyna að starfa hjer eitthvað til gagns. Eigi eitthvað að
verða framgengt, dugar ekki annað en hafa áræði og
byrja. Eitthvað kann að verða ágengt, þá fyrir öðrum
og þriðja manni, þó sá fyrsti komi engu áleiðis. Dæmin
sýna þetta fyr og síðar, hjer og annarsstaðar. Eg tala
svo ekki meira um þetta, en að einu vildi eg þó spyrja
þig: er ekki vegur til, að Anna geti fengið ókeypis far
með póstskipi híngað? Eg hefi enga hugmynd um það,
hefi heldur engan að spurt.
Deildin hjerna skrifar ykkur, og sendir í kassa 500
Ex. af söguheftinu, en það kemur óinnheft, á nærfötun-
um; tíminn leyfði eigi meira. Einar pr(entari) hefir geng-