Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 86
86
Páll Melsteð
vont og snúið. Þetta tefur mig um of frá sögunni, þó
skal hún út, ef eg lifi frameptir vetrinum. Nú er ekki
Þjóðólfur að tefja mig lengur — þú sjerð útfararminningu
Jóns Guðm. eptir mig í Pjóðólfi. Eg segi eins og gamli
Wulf sagði, þegar 4 sonur Eskildsens beiddi dóttur hans:
»Jeg har nu faaet Nok af det Svogerskab«. Eg hafði
fengið nóg af samvinnunni. Pú sjerð að hjer á að fara
gefa út annað blað. Eg vildi það gæti tekist vel, en
hverjir þeir eru er mjer ókunnugt. Nú hefir Dr. Hjalta-
lín skrifað móti Pajkull, og munt þú fá þann Pjeca. Mjer
þykir H. offrekur, og mjer þykja errorarnir á málinu lýta
stórum, og það kenni eg Halldóri Friðrikssyni, því hann
átti um það að sjá, og er málfræðingur en H. ekki.
Hvað segirðu um útleggingu Gísla Magnússonar (í Pro-
gramminu) á ræðum þeirra frönsku mannanna? Eg tel
sjálfsagt að programmið fari núna. Litli Jóhann hinn
bárðdælski stendur sig dæmalaust vel, og er nú efstur í
sínum bekk. Eg vona sá piltur spjari sig, ef hann lifir
og heldur þessu fram.
Við lifum hjer við þetta gamla og sama, hver dag-
urinn er öðrum líkur. Veturinn hefir verið góður alt til
þessa, snjóa og frostalaus, sífeld sunnan og vestan átt,
sjaldan sjest heiðríkt lopt, opt stormar, en stormurinn á
Nýársnótt og Nýársdag tók yfir. Pað er held eg
sá mesti og lángstæðasti landsynningur, sem eg minnist,
alt ætlaði um koll að keyra, við fukum til og frá Stipt-
amtmanns, sem þangað fórum að gratulera, og á áliðnum
degi slitnaði Spica (skip Siemsens) hjer upp á höfninni
og rak um nóttina eptir (milli 1.—2. Jan.) vestur fyrir
Efferseyjar granda, möstrin voru feld, og fyrir því hangdi
skrokkurinn á einni tauginni til morguns, það var hörð
nótt fyrir skipverja, þó hjeldu þeir allir lífi. Nú fara 3
skipshafnir af brotnum kaupskipum með Arctúrusi, so eg
held þar sje sálir 66 í alt, eins og einhversstaðar segir í