Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 37
Vilhjálmur Stefánsson
37
uðust ekki fyr en þeir gátu lifað í nokkrar vikur á hráu
eða lítið soðnu hreindýraketi.
Pað er misjafnt, hve fljótt menn venjast á að lifa á
þenna hátt, en það reynist Vilhjálmi, að þeir sem vanir
voru að lifa við margbrotna fæðu, svo sem skólagengnir
menn og efnamenn, voru fúsari til þess og stóðust það
betur, en þeir sem lifað höfðu við tilbreytingarlitinn kost.
Og hið sama má segja um hunda. Ef hundur er t. d.
alinn upp á hreindýraketi einu, er hjerumbil ómögulegt
að fá hann til að eta annað ket, svo sem selsket, sem hef-
ur annan þef og bragð. Til þess að fá hann til að eta það,
verður vanalega að svelta hundinn og á þann veg kúga
hann til þess, en það tekur oft langann tíma. Eða þá að
láta ketið úldna; þá missir það allan sjerkennilegan þef;
alt úldið ket lyktar eins, og þá etur hvaða hundur það
sem vera skal, því að þann þef þekkja allir hundar.
Hins vegar er hægt að fá hunda, sem vanir eru við ymis-
konar ket, til að eta nýstárlegt ket á skömmum tíma.
Sjálfur brúkaði Vilhjálmur aldrei salt, því að hann
telur, að menn spilli fæðunni með salti og öðru kryddi,
og hann hvatti menn sína til að venja sig af því; það
veittist flestum allerfitt, en tókst þó venjulega að lokum.
Vanalega þrá menn salt mest í tvær eða þrjár fyrstu
vikurnar eftir að þeir hætta að brúka það. Að vísu sakna
þeir þess líka mikið eftir það, en að sex eða átta vikum
liðnum er löngunin að mestu ímynduð, því að ef þeir
fá það þá, smakkar það þeim ekki vel. Aldrei kveðst
Vilhjálmur hafa þekt menn, sem þótti salt gott sex mán-
uðum eftir að þeir höfðu hætt að brúka það. Tegar
hvítur maður hefur verið saltlaus í heilt ár, er saltið
orðið honum eins ógómsætt og það er Indíánum eða
Eskimóum, sem aldrei hafa brúkað það; þó er sá mun-
urinn milli hans og þeirra, að hann veit að honum muni