Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 35
Vilhjálmur Stefánsson
35
Eskimóar hafa heldur enga löngun til að kanna óþekta
stigu eða gera það, sem tvísýnt er; þeir hafa enga æfin-
týraþrá, en eru ánægðir með það sem þeir hafa. Og
gagnvart menningu og siðum hvítra manna hafa þeir eng-
an mótstöðukraft, og því týna þeir brátt tölunni, þegar
þeir fara að hafa mikil kynni af hvítum mönnum. Pess
vegna ætti að hafa eftirlit með viðskiftum þeirra við þá,
og vernda þá frá illum áhrifum; og einmitt stjórn Dana
á Grænlendingum hefur miðað að því, og þess vegna
hafa Eskimóar varðveizt þar betur en annarsstaðar; ættu
frelsispostular og blaðaskrumarar að gæta þessa, þegar
þeir eru að æpa um óstjórn Dana þar. En það er nú
reyndar til of mikils ætlast, að þeir gæti nokkurs nema
gjálfursins úr sjálfum sjer.
Eins og þegar hefur verið tekið fram, lifði Vilhjálm-
ur af landinu. Par norður frá er auðvitað ekki um ann-
að að tala en fisk og dýraket, því grös, grænmeti eða
ávextir eru þar ekki til mannafæðu. Pegar hann var
úti á ísum, var selurinn aðalfæða hans, og af selum
mátti víðast hvar finna nóg. Pegar ljósmeti og eldsneyti
þraut, mátti nota selspik til hvorstveggja, og selskinnið
var auðvitað ágætt til klæða og skæða. Pannig er selur-
inn eitt hið þarfasta dýr í pólarlöndunum. Hann lifir
þar oft undir ísnum og hefur þá ofurlítil göt, sem hann
hann heldur opnum til þess að anda gegnum, en til að
finna þau göt verða menn venjulega að hafa hunda, sem
þefa sig áfram til þeirra; verða menn svo að bíða þar
selsins og stinga hann, þegar hann kemur að gatinu.
Pegar ísinn er þynnri, hefur selurinn stærri vakir, og get-
ur komist upp um þær og liggur þá oft á barminum og
bakar sig í sólskininu; blundar hann þá með köflum, en
mjög eru svefndúrar hans stuttir, nokkrar mínútur í einu,
því að hann verður ávalt að vera á varbergi gegn versta
óvini sínum — ísbirninum. Vilji menn þá veiða selinn,
3’