Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 138
•3»
Alþingi, horfðu þjer n er!
Jeg man hve mjer þótti hún glæsileg og fögur, og hún var
prýdd mörgum góðum gripum, eins og lesa má um í Lýsing
f’ingeyrakirkju (pr. í Reykjavík 1878). Sumarið 1907 kom
jeg aftur að Þingeyrum og brá mjer þá í brún, er jeg kom í
kirkjuna. Það var búið að taka úr henni alla postulana og
marga aðra gripi, og kirkjan sjálf var orðin skjöldólt, því
henni hafði eigi verið haldið við. Þá er jeg kom til Reykja-
víkur fann jeg þingmann þann, sem þar hafði búið og ávít-
aði hann alvarlega fyrir meðferð hans á kirkjunni. Hver kirkja
er sjálfstæð stofnun, og þótt þær sjeu bændaeign, má cigi
fjefletta þær nje taka úr þeint gripi þá, sem þeim cr gefið.
En íslendingar eru í þeim efnum margfalt sekari en Árni
Magnússon, þótt hann, eins og samgöngur voru þá erfiðar, næði
eigi að skila brjefum þeini, sem hann lánaði, áður en hann
fjell frá, og nú er engin gild ástæða fyrir Árnanefndina að
skila þeim aftur, eftir tveggja alda fyrningu, er alþingi hefur
samþykt lög um fyrningu kröfurjettinda og lætur það við-
gangast, að kirkjur landsins eru flettar sínum bestu gripum
Jeg skal nefna enn eitt dæmi Suntarið r88o kom jeg
að Odda á Rangárvöllum og sá þar tvo kaleika í kirkjunni.
Annar þeirra var tnjög fagur, af ltkri eða sömu ge>ð sem
kaleikurinn í Breiðabólstaðarkirkju, er jeg sá þar bæði það
sumar og 25 árum síðar, og mynd er af í bók Collingvoods
um sögustaði á íslandi. í Odda sá jeg líka 1880 hellu þá,
sem sagt var að Sæmundur fróði hefði látið kölska slcikja, og
tunguförin voru í. 1905 kom jeg aftur að Odda, og þá var
kaleikurinn góði horfinn þaðan og hellan líka. Var mjer þá
sagt í hljóði, að prestur einn hefði selt hvorutveggja Englend-
ingum, sent verið höfðu þar á ferð.
Alþingi og íslendingum er mciri þörf á siðferðislegu þreki
og ráðvendni en fyrnefndum brjefum úr Árnasafni. B. Th. M.
Norsk bókmentasag'a. Kristian Elster, lllu'treret
norsk litteraturhistorie. I. Fra Eddakvadene til Wergelands-
tiden. Kria. 1923. Gyldendalske Boghandel. Verð 19 kr.,
innb. 23 kr og 27 kr.
Norðmcnn hafa tekið rögg á sig að því er bókmentasögu
þeirra snertir. f’eir eru nú sem stendur að gefa út tvær stór-
ar bókmentasögur; er hin stærri eftir þá Francis Bull og
Fredrik Paasche, og gat jeg um hana í Lögrjettu og
í Morgunblaðinu í fyrra sumar, en hin er eftir Kristian
Elster hinn yngra, rithöfund og ritdómara. Hún á að verða
tvö bindi og gengur útgáfa hennar mjög ört; er þegar alt
fyrra bindið komið út og fyrstu heftin af öðru bindinu. Bók-