Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 67
Úr sögu Garðs og Garðbúa
<>7
saman um að »pípa út« leikiit efiir N. K. Bredahl, forstöðu-
mann leikhússins, en hann hafði komist á snoðir um það og
gaf mörgum herforingjum fríbílæti í leikhúsið til að skakka
leikinn. Fóru stúdentar halloka og voru reknir út, en bar-
daganum var haldið áfram úti á strætum og inni á veitinga-
húsum í grendinni. Almenningsálitið var með stúdentum, og
einkum veittu sjómenn þeim rösklega lið. Helstu forsprakkar
herforingjanna í slagnum gátu varla sýnt sig á götunum
nokkurn tíma á eftir, og leikritið var ekki leikið oftar.1)
25. júní 1777 kom ný reglugerð fyrir Garð og Kommúní-
tetið. Nokkrum árum síðar (1796) var sett á stofn vísi-
prófasts embætti, og var skáldið Jens Baggesen fyrsti vísi-
prófasturinn. »Djáknarnir« voru 1777 gerðir 12, og voru
kosnir af guðfræðisdeild háskólans, en inspektorarnir lagðir
niður. Áttu djáknarnir að hafa eftirlit með æfingum stúdenta
og leiðbeina þeim, og var þetta tilraun til að líkja eftir »fje-
lögunum* (fellows) í enskum kollegíum. — En þar sem klaust-
uræfingarnar voru lagðar niður, og djáknarnir ekki fengu eig-
inlegar kennarastöður, varð raunin sú, að menn fundu b átt
að þeir voru óþarfir. Var því hætt að útnefna nýja djákna
og laust fyrir aldamótin hurfu þeir alveg úr sögunni.
í stað gömlu klausturæfinganna voru settar aðrar nýjar,
sem fóru fram í gamla borðsalnum, og voru fremur gerðar til
að hafa eftirlit með því að stúdentar fylgdust með í náminu.
Einungis elstu stúdentarnir fengu leyfi til að taka þátt í kapp-
ræðum. Ennfremur var stofnað bókasafn til afnota Garðbúa.
En mönnum kom brátt saman um það, að nýju æfingarnar
gerðu lítið gagn; var reynt að breyta fyrirkomulagi þeirra, en
það dugði ekki, og þær hættu alveg árið 1795 eftir mikinn
eldsvoða, sem þá eyddi hluta af borginni.
Nokkru fyrir aldamótin var Garður stækkaður talsvert og
prýddur á ýmsan hátt Gömlu linditrjen, sem áður höfðu
verið í vesturhluta garðsins, voru þá löngu horfin, en 12. maí
1785 ljet þáverandi Garðprófastur A. C. Hviid gróðursetja
linditrje mitt í garðinum, sem enn stendur og frægt er orðið.
Síðar hafa fleiri linditrje verið gróðursett. Á afmæli stóra
linditrjesins er siður að negla úttroðinn hvítan hanska á trjeð,
ganga svo Garðbúar þangað og óska lindinni til hamingju
með því að taka í »hendina« á henni.
Franska stjórnarbyltingin gerði vart við sig vfða, og líka
á Garði, og yfirvöldin fóru smám saman að líta frjálslegar en
áður á margt. Kitt með öðru, sem sýnir breyttan hugsunar-
') Út úr þessu orti skáldið Ewald leikritið »De brutale K1appere«.
5*