Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 68
68
Sigfús Blöndal
hátt, er brjef frá guðfræðisdeildinni 22. sept. 1792, sem stund-
um hefir verið kallað »frelsisskrá« eða »magna charta« Garð-
búa. f-’ar er sem sje í fyrsta skifti Garðbúum gefið leyfi til
að ráða sjálfum yfir sínum eigin málum, innan vissra tak-
marka; áttu þeir að velja 10 menn úr sínum hóp til að
benda á ýmislegt, sem bæta mætti. Var nú ýmsu breytt; járn-
stengurnar fyrir gluggunum teknar af, loft og hurðir máluð,
trygð pláss á Friðriksspítala fyrir veika stúdenta o. fl. 1795
var afnumið einkaleyfi Garðbúa til að bera líkin, en tekjur af
líkburði áttu þó framvegis að renna í sjóð Kommúnítetsins, og
borgast 20 ríkisdalir á ári til hvers Garðbúa. Líkburðarmenn
þeir, er komu í stað Garðbúa, höfðu þó skrifstofu í Garðport-
inu til þess um 1860, að þessu öllu var breytt og borgin
tók alveg að sjer lfkburð.
f’ó Garðbúar mistu í tekjum við þetta, þá var það samt
til að auka virðingu þeirra út á við, því yfirleitt var heldur
litið niður á líkburðarmennina. Fátækir stúdentar, sem oft
voru heldur ljelega til fara, skörtuðu ekki sem líkbnrðarmenn,
og sumstaðar var þeim ekki leyft að koma inn í stofu, þar
sem heldri mönnum í líkfylgdinni var veitt, því það þótti ó-
lykt að þeim; var þeim boðið inn í eldhús og veitt þar
brennivín og smurt brauð, það þótti nógu fínt handa þeim.
Seinasti stóri slagurinn milli stúdenta og herforingja var
2. febrúar 1793; þann dag hafði fregnin um aftöku Lúðvíks
konungs 18. borist til Kaupmannahafnar. Nokkrir stúdentar,
sem voru á hraðri ferð upp eftir Kobmagergade, hentust á
lautinant fyrir framan pósthúsið, og einn af þeim rakst á
hann óvart. Lautinantinn hjelt hann ætlaði að hrinda sjer og
dró sverð sitt úr slíðrum. Stúdentinn þreif af honum sverðið
og braut það á hnje sjer. Var gerður aðsúgur að lautin-
antinum og hann hopaði inn í pósthúsið og var því lokað;
þyrptist nú að múgur og margmenni. A Garð voru komnar
þær ýkjur, að stúdent hefði verið drepinn; fóru Garðbúar þá
á stað og hringdu klukku Garðkirkjunnar. Safnaðist nú fljótt
múgur og margmenni, og hópur sjómanna kom til hjálpar
þeim. Lögreglan kom til, en stúdentar og fylgismenn þeirra
börðu þá. Stjórninni leist ekki á blikuna, og var herdeild
send til að skakka leikinn. Leit um tíma út fyrir að almennt
upphlaup yrði í borginni Timburmenn á Brimarhólmi sendu
tvo menn upp á Garð og ljetu prófastinn vita, að ef stúdent-
ar þyrftu liðs með, myndu 200 menn þaðan mæta vopnaðir
með öxum. Stjórnin ljet hafa riddaralið og fallbyssur til taks.
A't hjaðnaði samt niður, einn stúdent dó af meiðslum í slagn-