Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 139
Norsk bókmentasaga
139
mentasaga Elsters á að vera svo alþýðleg og auðlæs hverj-
um manni, sem framast má verða.
Höfundurinn skifiir norskum bókmentum frá upphafi og
fram á ig. öld í fimrn tímabil. Kallar hann hið fyrsta tíma-
bil frá goo til 1300 norrænan skáldskap; er það heldur óvið-
kunnanlegt; hefði verið rjettara að nefna það norrænar bók-
mentir, því að með þessari fyrirsögn lýsir hann sagnaritun ís-
lendinga, bæði íslendinga sögum og Noregs konunga sögum,
norskum ritum sem varnarræðu Sverris konungs og Konungs-
skuggsjá og norskum lögu'm, og þýðingunum úr latnesku. í
sögu hans er engin sjerstök fyrirsögn um íslenskar bókmentir,
en hann lýsir þeim þó allrækilega og segir, að norskar ver-
aldlegar bókmentir væru mjög þýðingarlitlar í samanburði við
hinar íslensku. Hann fjölyrðir mest um Snorra Sturluson, og
dregur ekkert af ágæti hans Af honum hefur hann sögu sína
svo: »Enginn nafngreindur maður í norrænum bókmentum
hefur haft jafnmikil áhrif á norskt andlegt líf sem íslendingur-
inn Snorri Sturluson Já, það er óhætt að segja, að enginn
einstakur maður hafi nokkurn tíma haft meiri þýðingu fyrir
alt hið þjóðlega Kf vort. Menn geta að eins reynt að hugsa
sjer þjóð vora án þess að eiga konunga sögurnar, bókmentir
vorar, þjóðlíf vort, hið pólitiska líf vort án þessarar ævarandi
endurnýjunar uppsprettu. Þá er þeir tímar komu, þá cr vjer
vorum dauð þjóð í pólitisku tilliti, þá er vort þjóðlega og
andlega líf var fölnað, þá voru konungasögurnar hið eina,
sem bar oss vitni um oss sem þjóð. og hjelt uppi hinni veiku
meðvitund um þjóðerni vort, hið eina, sem gaf fáum einmana
mönnum von um og dálitla trú á betri komandi tfma þá er
menn tóku að lifna við andlega og að rannsaka alvarlega
sögu vora, leituðu menn til konungasagnanna* . . . »Hið
stærsta og þýðingarmesta við sögurit Snorra er það, að hann
ritaði bók sína svo, að hún varð hvers manns þjóðeign uin
aldur og æfi«.
það er skemtilegt að hugsa til þess, að það skuli vera
íslendingur, sem hefur unnið norsku þjóðinni mest andievt
gagn allra manna að dómi Norðmanna sjálfra, og haft meiri
þýðingu fyrir hana en nokkur Norðmaður.
Annað tímabilið telur höfundurinn tvær síðustu aldir
miðaldarinnar frá 1300 til 1500, hið þriðja frá 1500 til 1700
og kallar það fornmentastefnu (humanisme), hið fjórða frá
1700 til 1750 og kennir það við Ludvig Holberg, og hið
fimta frá Holberg til Wergelands (1750 —1820).
Höfundinum hefur tekist að rita fróðlega og skemtilega