Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 132
132 Fimm smárit um Grænland og ísland
eina þjóð. Það gerðu þeir eigi fyr en eftir fall Ólafs Har-
aldssonar I030 að skoðun norskra fræðimanna (sbr. líka
bækling Ræstads, bls. 3). I’etta hefur eðlilega flýtt fyrir því,
að íslendingar tóku svo snemma að skoða sig sjerstaka þjóð,
íslendinga en eigi Norðmenn. Frá þessu hefur verið skýrt
allgreinilega í Afmælisriti til dr. Kr. Kaalunds, sem Fræðafje-
lagið gaf út 1914.
Af bæklingum þeim, sem hjer eru nefndir, cru bæklingar
prófessoranna Arups og Kohts langmerkastir. Það er mikill
sögulegur fróðleikur í þeim fólginn, bæði um Kielarfriðinn og
um samningana milli Noregs og Danmerkur á næstu árum
eftir 1814. Karl Johann og stórveldin, bandamenn hans, rjeðu
mestu um Kielarfriðinn og beittu ofbeldi við Dani. Norðmenn
voru eigi spurðir um, hvernig landi þeirra var ráðstafað og
enn síður íslendingar, Færeyingar eða Grænlendingar. Þetta
var hart, en þó voru þessar þjóðir eigi harðar leiknar en
Danir. Svona var þá farið með þá, sem minni máttar
voru á ófriðartímum, og stórveldin hafa sjaldan verið betri
enn þann dag í dag en þau voru þá.
Slíkt er bæði ilt, ranglátt og skaðlegt, og er skylt að
hverfa frá slíku athæfi.
Hin sameiginlega ríkisskuld Dana og Norðmanna var þá
um 45 miljónir silfurspesíur; var ákveðið svo í fyrstu, að
Norðmenn skyldu greiða þriðjunginn. Þeir mótmæltu því siðar
og gerðu kröfu til íslands, Færeyja og Grænlands í staðinn;
stóðu lengi samningar um þetta, en loks samþykti þó stór-
þingið 29. maí 1821, að Norðmenn, skyldu borga Dönum 3
miljónir silfurspesíur (12 miljónir kr ) af ríkisskuldinni, og að
»hjer með skyldu á þennan hátt allar kröfur á báðar hliðar
útaf sambandinu milli Danmerkur og Noregs vera að öllu
leyti upp gjörðar og útkljáðar«. Var þetta síðasta samþykt í einu
hljóði af stórþingi Norðmanna. Með þessu gáfu Norðmenn
upp allan rjett sinn til íslands, Færeyja og Grænlands, og
þeir gerðu það sannarlega ekki ókeypis, heldur fengu þeir
alt að því 12 miljónir silfurspesíur (þ. e. 48 mil-
jónir kr.) fyrir þessi gömlu skattlönd norsku krúnunnar. Þó
áttu þeir í raun rjettri engan rjett til íslands að minsta kosti,
því að Noregs konungur hafði margbrotið af sjer allan rjett
til þess. Eru flestir norskir sagnaritarar sammála um það, að
Norðmenn hafi sloppið dæmalaust vel frá hinni sameiginlegu
ríkisskuld Daná og Norðmanna; þar með játa þeir óbeinlínis,
að Noregur hafi fengið meira fyrir skattlöndin en ijett var.
Prófessor Koht kannast líka hreint og beint við það í