Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 18
i8
Halldór Hermannsson
að hann harðni við hverja raun. Hann hugsaði nú ráð
sitt og gerði áætlanir fyrir framtíðina. Sendi hann skeyti
til stjórnarinnar í Ottawa og tjáði henni óhöppin, en jafn-
framt bað hann um samþykki stjórnarinnar til þess að
halda ferðinni áfram, og kvaðst hann þá ætla að rann-
saka Beauforthafið og eyjarnar norður af meginlandinu
eins og til hefði verið ætlast í byrjun. En hann bað
stjórnina að senda með vorinu, stystu leið niður eftir
Mackenziefljótinu, vísindaleg áhöld og það allra nauðsyn-
legasta, er hann þyrfti. Stjórnin svaraði, að hún væri
þessu samþykk og bað hann halda áfram ferðinni, hvað
sem »Karluk« liði.
Vilhjálmur hjelt þá með fjelögum sínum austur til
Collinson Point, þar sem suðurhluti leiðangursins og tvö
smærri skipin voru, og komst þangað í desember 1913.
P*ar varð það brátt ljóst, að hann og dr. Anderson voru
eigi á einu máli um það, hvað gera skyldi, því hinn síð-
arnefndi taldi alla rannsókn í Beauforthafi óframkvæman-
lega vegna þess, að allur útbúningurinn til þess væri á
»Karluk« og hann gæti ekkert látið af mörkum af þvi
sem suðurhlutanum var ætlað af útbúningi. Vilhjálmur
hjelt því hins vegar fram, að það væri mögulegt, og að
hann mundi gera það. Pá ætlaði dr. Anderson að segja
af sjer forustunni fyrir suðurhlutanum, en fyrir fortölur
hins fjell hann frá því, og virtust þeir um hríð sáttir að
kalla, en búast mátti við frekara ósamþykki þegar frá
liði, eins og líka varð. Dr. Anderson vildi halda við
fornar venjur og varkárni í rannsóknarferðum, þar sem
Vilhjálmur var fús til að tefla á tvær hættur. Skildu þeir
svo um sinn og Vilhjálmur hjelt lengra austur eftir til
ýmsra rannsókna og til að undirbúa ferð sína norður eftir.
Meðal annars keypti hann af siglingakaupmanni einum
þar litla skútu, »Norðurstjörnuna« (North Star), sem var
bygð með einkennilegu lagi og vel til þess fallin að