Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 94
94
Páll Melsteð
stóð illa á þessari skipskomu, því nú eru þeir í miðju
Examine, sem við skólann eru flæktir, og þar að auki
eru veikindin hjá okkur, og jafnvel í okkur, meiri og
minni. Pað kemur stundum hjer fyrir, að alt sækir að
manni í einu þegar verst gegnir.
Peir eru að segja hjer, að þú munir ekki vera kosinn
rjettilega í ísaf. sýslu, af því að kjörskrárnar hafi eigi
getað legið 6 vikur til eptirsjónar. En eg trúi nú ekki
þessu að Stefán sýslum. hafi flaskað á því, en þó nú svo
væri, þá segi eg sem Procurator: Líkurnar tala fyrir því
að þú sjert rjett kosinn, og að Stefáni hafi eigi í þessu
yfirsjest; altso verða þeir sem vefengja að leiða fulla
sönnun að sínu máli; geti þeir eigi það, þá verður ekki
á þeim mótmælum bygt. En eg er sannfærður um, að
þeir geta eigi sannað þegar á þingi, að kjörskrárnar hafi
legið ofstutta stund; þessvegna verður þjer eigi hrundið.
Annars skil eg ekki að mótmæli eða efasemdir komi
fram, því allir munu vilja hafa þig á þingi, — sem eg
ekki þakka — þó þeir líti máske öðruvísi á málin eða
rjettara á þetta fjárhagsmál.
Ekki ætla eg að skrifa þjer frjettir í þetta skipti, ef
nokkrar eru, þá eru þær í blöðunum. Eg vona fastlega
eptir að sjá þig, og verða skrifari þinn ef þú kemur, því
forseti varstu og verður þú.
Þinn elsk. vin
Páll Melsteð.
Pegar Fönix er farinn, sem verður á morgun, fer eg
að lesa fjelagsritin etc. tuus P. M.
XI.
Rvík io. Apr. 1875.
Elskulegi bróðir.
Ástar þakkir fyrir alla þína trygð við mig, sem nú
kemur fram í velvild þinni við Önnu dóttur mína. Svo