Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 31
Vilhjálmur Stefánsson
3*
En nú er að víkja að afdrifum skipsins »Karluk« og
þeirra sem á því voru. Pegar ofviðrið skildi það frá
Vilhjálmi og hans förunautum, rak skipið vestur eftir
hjerumbil á móts við Point Barrow, en þaðan rak það
norður eftir og síðan í vestur, meira og minna í kráku-
stíg. ísinn þrýsti oft fast að því, svo að einatt brakaði
hátt í, eins og alt ætlaði að brotna í spón, enda var
skipið gamalt og alls ekki smíðað með það fyrir augum,
að standast ísþrýsting eins og t. d. »Fram«, skip Nan-
sens var. Pó þraukaði það lengi, en loksins kramdi ís-
inn það og það sökk II. janúar 1914 norðaustur af
Wrangelseyju. Skipverjar höfðu þó tíma til að bjarga
allmiklu úr því, enda höfðu þeir altaf verið að búast við
að svona mundi fara. Bjuggust þeir nú fyrir á ísnum,
en það var ekki til frambúðar, og því reyndu þeir að
komast til Heraldseyjar eða Wrangelseyjar, og tókst
flestum þeirra að lokum að komast til hinnar síðartöldu;
þó fórust á ísnum nokkrir, 'sumpart, að því er virðist,
sakir ofdirfsku, en sumpart af reynsluleysi, og helst lítur
út að Bartlett skipstjóri hafi ekki getað ráðið við menn-
ina eða verið því vaxinn að stjórna þeim. Á Wrangelsey
var ekki vistlegt og áttu skipverjar við skort og óþæg-
indi að búa, svo að nokkrir dóu þar. Bartlett fór við
annan mann til Siberíu og ætlaði þaðan til Alaska, til
þess að gera þar ráðstafanir til að bjarga skipshöfninni,
og loks tókst með hjálp rússnesks ísbrjóts og amerísks
varðskips að ná þeim sem eftir lifðu úr Wrangelsey og
flytja þá til meginlandsins; komu þeir til Nome í Alaska
13. sept. 1914.
Að því er þann flokk leiðangursins snertir, sem var
undir forustu dr. Andersons, má geta þess, að hann vann
það hlutverk, er honum var ætlað. Fengust menn þess
flokks við vísindalegar rannsóknir og landmælingar þar
nyrðra, einkum kringum Krýningarflóa, og fengu safnað