Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 12
2
Halldór Hermannsson
móar, sem blandast hafa við hvíta menn, andlits-»index«
95—96. Nú reyndust 104 menn af þessum Eskimóum
að hafa »index« 97, og virðist það benda til einhvers
kynblendings. Hjer er þá spurningin, hvernig gera eigi
grein fyrir þeim blendingi, ef nokkur er. Vilhjálmur hef-
ur heldur hallast að þeirri skoðun, að það kunni að hafa
verið leifar norrænna manna frá íslensku nýlendunni á
Grænlandi, sem hafi hrakist vestur yfir Baffinsflóann og
blandast þar við Eskimóa og þessir menn sjeu afkomend-
ur þeirra. Aðrar tilgátur hafa og komið fram, svo sem
að nokkrir menn af Franklins leiðangrinum á fyrri hluta
nítjándu aldar hafi komist lifs af og slegist í för með inn-
fæddum mönnum og átt þar afkvæmi. Petta hefur Vil-
hjálmur þó talið ólíklegt bæði af því Franklin og aðrir
ferðamenn, sem komu á þessar slóðir, geta þess, að þeir
hafi sjeð þar fólk, sem hafi verið sviplíkt Evrópumönn-
um, og svo af því að athuganir á kynblendingum í Al-
aska hafa leitt það í ljós, að einkenni eins og blá augu
koma ekki fram hjá kynblendingunum fyr en í seinni liðum,
og því megi ætla að hjer sje um blöndun að ræða, sem
hafi átt sjer stað fyrir allmörgum mannsöldrum. Bað er
næsta erfitt að komast að nokkri áreiðanlegri niðurstöðu
í þessu efni, en mjer þykir tilgátan um norræna blend-
inginn harla ósennileg.
Nú var komið fram í júní og því fóru ísalög að
verða viðsjál; hraðaði Vilhjálmur því för sinni suður yfir
sund til meginlandsins og dvaldi hann þar um sumarið
hjá Eskimóahóp. Sumarið reyndist fjarska heitt og
moskitó-plágan óþolandi; á þeim slóðum hafði hann og
vetrarbækistöð sína (1910—11). En í marsmánuði hjelt
hann aftur norður yfir ísa til Eskimóanna við Prins Albert
sund á Viktoríulandi og dvaldi hjá þeim um hríð; ætlaði
hann þá alt norður á Banksland til að leita þar Eskimóa,
en honum var sagt, að þar mundu engir vera, og fór