Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 76
76
Páll Melsteð
að alþing kjósi þessa menn en ekki aðrir. Undir skránni
eru: Sr. Hannes, M. Stephensen, Pórður Guðmundsson,
Kr. Kristjánsson, Pórður Jónasson, Jón landlæknir, Dr.
Pjetur Pjetursson, Sr. J(óhann) Briem, Sr. Ásmundur, Sr.
Geir, Sigurður og jeg. Fleiri voru ekki viðstaddir.
Petta er þó betra en ekkert, því verst af öllu er að láta
ekkert til sín heyra. Peir villast illa, sem nú þora ekkert
að gjöra og hugsa að Dönum mislíki við sig, ef þeir
skrifa nafn sitt á annað en betlibrjef og þessháttar dót.
Jeg sem er allra manna geðbeztur, jeg get orðið svo illur
í skapi yfir slíkum mönnum, því þeir svívirða mig með.
Mjer er sagt að bænarskrár muni koma víðsvegar að úr
landinu, en jeg kvíði því, að þær verði allar á sundrúngu,
eins og vonlegt er, þar sem eingin *offentlig Mening« er.
Láttu þessa 19 rd. standa fyrst um sinn. Jeg veit
ekki hvað jeg gjöri við mig, hvort jeg verð klerkur
eða dóni.
Lifðu heill og sæll. Pinn
P. Melsteð.
Jeg verð að biðja þig fá Bardenfleth og Hoppe
þeirra Exemplör af R(eykja)v(íkur)pósti.
II.
Rv. 23. Marts 1861.
Elskulegi bezti bróðir.
Eg þakka þjer kærl. fyrir brjefið og Kalenderen.
Meðan eg lifi þykir mjer vænt um að heyra hvernig þjer
líður og sjá frá þjer línu. Bað er nú verst við mig, að
eg get ekki skrifað þjer svo gagn eða gaman verði að,
því bæði er nú póstaargið út úr landinu og inn í það,
og svo fæ eg aldrei að vera í friði fyrir mönnum, sem