Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 25
Vilhjálmur Stefánsson
25
þannig klakklaust yfir. Til Cape Kellett stöðvarinnar
komust þeir 9. ágúst eftir 20 daga ferð yfir land, og
fundu þar alla fjelaga sína nema þrjá, sem sendir höfðu
verið yfir Viktoríuland til Krýningarflóa.
Skömmu eftir að þeirkomu til Cape Kellett, kom þang-
að hvalveiðaskipið »ísbjörninn« (Polar Bear). Báru skipverj-
ar þeim Vilhjálmi fyrstu frjettirnar um stríðið mikla, sem
þá hafði staðið yfir í meira en heilt ár; jafnframt tjáðu
þeir þeim, að það væri alment talið, að hann og fjelagar
hans hefðu allir týnst. Rjeð nú Vilhjálmur af að fara
með skipi þessu til Herschelseyjar til að sækja vistir þær
og áhöld, er Kanadastjórn hefði sent þangað samkvæmt
beiðni hans um haustið 1913 og lágu þar enn. Vildi hann
reyna að koma þeim samsumars norður til Bankslands.
Keypti hann loks »ísbjörninn« og flutti allan farangurinn
með honum, skipaði nokkru af honum upp við Cape
Kellett, en ætlaði að flytja hitt lengra norður eftir á
vesturströnd Bankslands, en varð þó frá því að hverfa,
því að þar var skipinu ófært vegna ísa. Nú var fjelagi
hans Ole Andreasen orðinn leiður á öllu volkinu og
skildi við Vilhjálm þá um haustið og fór suður eftir. En
Vilhjálmur hjelt »lsbirninum« suður fyrir Banksland og
upp í sundið milli þess og Viktoríulands, sem kallað er
Prince of Wales sund; og þar festist það í ísnum nálega
í miðju sundi, nálægt Armstrong Point, og lá þar um
veturinn (1915—16), en skipshöfnin hafðist við í húsi, sem
bygt var á strönd Viktoríulands beint á móti.
Sjálfur fór Vilhjálmur þó til Eskimóasveitar, sem
hafðist við nálægt Minto Inlet nokkuð sunnar, og dvaldi
þar um hríð. Hafði hann kynst sumum þeirra á fyrri ferð
sinni. Gat hann þó ekki dvalið þar til lengdar, og vildi
því fá nokkra af Eskimóunum til þess að fara með sjer
til vetrarbúðanna norður frá, og ætlaði hann að fræðast
þar betur af þeim um siðu þeirra, ^trú og kreddur. Til