Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 83
Brjef til Jóns Sigurðssonar
8?
V.
Rv. 10. Maí 67.
Elskulegi bróðir minn.
Beztu þakkir fyrir brjefið þitt og sendínguna, sem
tnjer þykir mjög vænt um. Eg skrifa þjer nú ekki nema
nokkrar línur, því að nú er lítill tími, og er einmitt í
málaferlum þessa daga fyrir aðra, sem eg þarf að koma
af mjer með ferðamönnum, en alt kemur hjer stundum
fyrir í einu, og einmitt optast um það leyti póstskipið er
hjer, verður so alt í flaustri fyrir okkur smásálunum. Eg
sendi þjer nú stúdenta registrið, það sem vantaði. Pví
er miður það er ekki vei af hendi leyst, en þar verður
ekki við gjört — protokollarnir eru ógreinilegir og alt að
því defect. Eg hefi orðið að tína þetta saman úr 3
eða 4 stöðum. Nú veit eg, og enda sje, að Jens er
búinn að koma þessu í rjett og gott horf, en áður hefir það
verið í molum. Segðu mjer hvaða skýrslur bústjórnar-
fjelagsins þig vantar, 3: fyrir hvaða ár. Eg er hræddur
um að engar skýrslur hafi verið prentaðar hin síðustu ár
fórðar Sveinbjarnarsonar, þó getur verið að þetta sje
eintómt rugl úr mjer. Egill hefir haft einhverja umsjón
og útsölu á bókum fjelagsins, en í engum skilum staðið,
og nú ætla eg einhvern góðan veðurdag að skoða þær
og gefa skýrslu um hvað til er af þeim.
Vorið hefir verið og er hjer enn kalt, og gætir þess
meir til sveita en til sjós. Pó vil eg vona að alt slæpist
af með skepnuhöldin hjer syðra, en annarstaðar á land-
inu eru harðindin miklu meiri. ísinn umspennir landið
frá Látrabjargi til Djúpavogs, og enginn veit hvað lengi
hann liggur. Afli hefir verið hjer syðra góður, jafnvel
mjög góður. Kristján á Hliði segist aldrei hafa eignast
eins mikinn fisk í sínum búskap. Peir hafa á Álptanesi
mest 7 & hlut, og fiskurinn vænn. Við Búðir hefir verið
6*