Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 135
Fimm smárit um Grænland og ísland
3’
Vjer undrumst að lesa slíkt eftir svo lærðan og mentaðan
mann sem dr. Ræstad, fyrverandi utanríkisráðgjafa Norðmanna;
[ictta sýnir hve þjóðskrumið, þjóðræknisfroðan cða þjóðmála-
skúmið getur gert menn blinda
fað væn þörf á að ritað væri rækilega um ýms atriði
í þessu máli lslendingum til fróðleiks, því að það hefur aldrei
verið gert, og landsmönnum hefur t. a. m verið það ókunn-
ugt, að Norðmenn fengu 1821 margar miljónir króna fyrir
hinn gamla rjett sinn til íslands. Enn fremur er eigi vanþörf á að
minna Norðmenn á, hverjir það voru, er eyðilögðu fyrstir sjálf-
stæði Islands, og tróðu með ofríki og svikum fyrstir upp á
oss útlendutn embættismönnum o. s frv. o. s. frv.
Ný Staða handa íslendingú. Danska stjórnin hefur
sett á stofn nýja stöðu við Árna Magnússonar safnið, og
heitir sá maður, sem hana skipar, f orstö ð u m aðu r Árna
Magnússonar safnsins Eins og kunnugt er var dr. Kr.
Kaalund bókavörður við safn Árna Magnússonar í rúm 36
ár, en síðan hann dó. hefur enginn maður verið skipaður
sjetstaklega við það, heldur hefur einn af hinum eldri bóka-
vörðum við Háskólabókasafnið afgreitt þá menn, sem notað
hafa safnið. Hin nýja staða er miklu betri en bókavarðar-
staða sú. er Kaalund ltafði, bæði betur launuð (sem prófessors
embætti við Hafnarháskóla) og sjáifstæðari. En það, sem
mestu skiftir oss íslendinga, er ákvæði það, að staða þessi
skuli einungis skipuð íslenskum vísindamanni, og hann á sæti
í nefnd Árna Magnússonar og er skiifari nefndarinnar. f’að var
Kaalund, en hann var undir nefndina gefinn og átti eigi sæti
í henni. Ef enginn íslenskur vísindamaður, sem hefur verð-
leika til að fá stöðu þessa, sækir um hana, þá er hún losnar,
verður hún ekki veitt dönskum vísindamanni eða vísinda-
manni frá öðrum löndum en Islandi, heidur skal hún vera
laus þangað til hæfur íslenskur vtsindamaður sækir um hana.
Fyrir því skal jafnan einn af bókavörðum Háskólasafnsins
annast daglega afgreiðslu við handritasafnið, en hlutverk for-
stöðumannsins er að leiðbeina við lestur handritanna og í
vísindalegu tilliti þeim, er safnið nota, gefa út handritin og
breiða út þekkingu á íslenskum bókmentum og vísindutn.
Staða þessi er stofnuð í viðurkenningarskyni við Árna
Magnússon og íslenskar bókmentir. Hún verður ef-
laust einhver hin þægilegasta og frjálsasta staða, sem til er
í Danmörku fyrir vísindamann. Mun framtíðin sýna og
sanna, að þetta verður bæði íslandi og íslenskum bókmentum
til gagns og sóma.