Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 124
124
Sögur Brekkans
í bókinni eru fimm sögur: Gunnhildur drottning, Djákn-
inn á Myrká, Æfintýrið um Arna Oddsson, frásaga frá eymd-
arárinu og Bræður. Allar sögurnar styðjast við sagnir eða
þjóðsögur, en að mínum dómi hefur höf. farið mjög vel með
efnið 1 öllum sögunum, og íklætt það fögrum skáldlegum bún-
ingi og þær eru ekki aðeins skemtilegar aflestrar, heldur
hreint og beint áhrifamiklar, svo að enginn mun geta hætt
við að lesa bókina í miðju kafi. Besta og áhrifamesta sagan
er djákninn frá Myrká og persónulýsingarnar eru þar bestar,
ágætar.
Eg vil ráða mönnum til að lesa þessa skemtilegu og
ódýru bók. Hún er að öllu leyti vel úr garði gerð, bæði frá
hendi höfundarins og útgefandans. Málið er látlaust og fallegt,
hugmyndaflugið mikið og efnið margbrotið og einkennilegt, og
yfir því öllu hvílir hátt og hreint loft, svo að óhætt er að fá
unglingum þessa bók í hendur.
Það er enginn efi á því, að þessi ungi höfundur, sem
kvað hafa aflað sjer góðrar mentunar, er efni í gott skáld,
ef hann stundar list sína kostgæfilega. Vald. Erlendsson.
Thorvald Köhl, Himmel og Jord. Et io Afteners
Kursus i populær Astronomi. Kbh. 1923 (Gyldendal) 95 bls.
með myndum og 2 stjörnukortum Verð 3,75. Þorvaldur
Köhl er ekki háskólagenginn maður og þó er hann þjóð-
kunnur og hálærður stjörnufræðingur, enda þótt hann búi í
litlu, afskektu þorpi, er Odder heitir, nokkrar mílur fyrir
sunnan Árósa. Hann hefur bygt sjer góðan stjörnuturn og
rannsakar þaðan stjörnur himinsins. Hann er sístarfandi og
hefur ritað marga bæklinga um stjörnufræði og þar að auki
ógrynni öll af blaða- og tímaritagreinum, og nú ( sumar sem
leið gaf hann út ofannefndan bækling um himinn og jörð,
með tveimur góðum stjörnuuppdráttum.
Þessi litla bók hefur svo mikinn fróðleik að geyma, að
undrun sætir; þar að auki er hún svo ljóst og skiljanlega rit-
uð, að flestum er auðvelt að fræðast mjög af henni; þó er
hún rituð á sannvísindalegum grundvelli, og allar nýjustu
uppgötvanir í stjörnufræðinni eru teknar með.
Allir, sem vilja lypta augum sínum frá jörðunni og út
og upp í geiminn, og langar til að vita eitthvað um hina
óteljandi stjörnumergð, er þar sveimar, geta ekki fengið neinn
betri leiðarvísi en þessa litlu og ódýru bók.
Vald. Erlendsson.
Saga Abrahams Lincolns Bandaríkjaforseta,
samið hefur Bjarni Jónsson kennari, útgefandi bókaverslun