Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 152
152
Rókasalan á íslandi
Nú er veltiár á íslandi að því sem mjer er skrifað.
Landsmenn ættu því að komast úr skuldum og gengi ís-
lenskrar krónu að stíga. En til þess þarf almenna spar-
semi og góða fjármálastjórn.
Bad Nauheim í júní 1924.
B. Th. M.
Bókasalan á Islandi er aðallega í höndum Bóksala-
fjelagsins í Reykjavík og er í hinu versta ólagi. Fræðafjelagið
fær þunglega að kenna á því. Aðalgallinn á Bóksalaijelaginu
er sá, að rækilegt eftirlit vantar gjörsamlega. Bóksalafjelagið
þarf tvisvar á ári að gera upp við alla umboðsmenn sína og
skoða árlega, hvort bækur þær eru óseldar hjá þeim, sem
eigi eru borgaðar. Það þarf að senda áreiðanlega menn til
þess. Kunnugir menn af íslandi hafa sagt, að hvergi væri
óskilvísin svo mikil í neinni verslunargrein á íslandi sem í
bókaversluninni, og kendu það mjög eftirlitsleysi Bóksalatje-
lagsins. Saga þessi var sögð af því. Einu sinni bar svo við,
að einn af bóksölunum úr Reykjavík fór suður með sjó.
Honurn datt þá í hug að finna þar einn umboðsmann Bók-
salafjelagsins. Hann hafði selt eitt eintak af bók og bók, en
kvað bækur eigi seljast þar um pláss. Bóksalinn vildi nú sjá,
hvernig færi um óseldu bækurnar sínar. í’ar var þá engin
bók til. Alt var uppselt.
Jarðabók Árna Magnússonar og1 Páls Vídalíns.
Hvergi hafa orðið svo miklar breytingar á íslandi á slðustu
tveim öldum sem við Faxaflóa. I’að er því fróðlegt að sjá,
hvernig þar var umhorfs í byrjun 18. aldar, en því er best
lýst í Jarðabók þeirra Árna, og kemur sá hluti hennar út í
haust, það sem eftir er af Gullbringusýslu og öll Kjósarsýsla,
undir 20 arkir; er þá þriðja bindinu lokið. Verður þá hætt
að gefa út Jarðabókina í heftum, en hún mun koma út f
heilum bindum, ef fje fæst til að halda útgáfunni áfram.
Margir af kaupendunum bregðast, og við það eyðileggjast
mörg eintök af hverju bindi, ef gefið er út í heftum, og er
það mikill skaði, Kaupendur Jarðabókarinnar borga þó að
eins eitthvað um einn áttunda hlutann af þvt, sem útgáfan
kostar. Hitt gefur Fræðafjelagið þeim og þær stofnanir, sem
veitt hafa styrk til útgáfunnar.