Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 30
30
Halldór Hcrmannsson
tók við stjórn þar, en það varð fátt um kveðjur með
skipstjóra og honum, enda voru aðgerðir skipstjórans
alveg óhæfilegar. Hinn 7. sept. 1917 komu þeir til
Herschels-eyjar og ætluðu að halda skipinu vestur með
ströndinni, en það rak þá á grunn og varð því ekki náð
út fyr en svo seint, að ekki var tiltök að halda áfram
ferðinni. Varð Vilhjálmur því að vera ennþá um vetur-
inn þar nyrðra. En ekki vildi hann vera iðjulaus. Hon-
um hafði lengið legið hugur á því, að fara enn norður á
ísa til þess að rannsaka þar straumana, og rjeð hann nú
af að búa út leiðangur til þess þenna vetur. fegar alt
var tilbúið til ferðarinnar, varð hann skyndilega veikur,
fjekk taugaveiki og upp úr henni lungnabólgu og brjóst-
himnubólgu. Lá hann marga mánuði á Herschelsey og
var loksins fluttur á sleða, samkvæmt ósk hans, til Fort
Yukon, 400 mílur enskar, og lá hann þar lengi á spítala,
uns hann náði fullri heilsu og kröftum. Fór hann svo
um haustið 1918 suður í bygðir, og hafði þá verið nyrðra
f rúm fimm ár. En leiðangurinn, sem hann ætlaði að
fara norður í höf seinni hluta vetrar 1918, fól hann
Storkerson; voru með honum 12 menn með 8 sleða og
56 hunda; fóru þeir 15. mars hjerumbil beint í norður
frá mynninu á Colville-fljóti og höfðust við á ísunum
nálægt 730 og 74 n. br. alt sumarið og rak þá fram og
aftur, en snemma í október sneru þeir aftur til megin-
landsins, og komu þangað fyrstu dagana í nóvember.
Meðal annars sýndi leiðangur þessi, að þarna norður frá
eru engir fastir straumar, heldur rekur ísinn fyrir vindum
og veðri. Petta var mesta glæfraferð, því ilt er að búa
á ísflekum á sumrin; enda þótt stórir sjeu, geta þeir
klofnað og eyðilagst með öllu. En Storkerson komst
fram úr öllu þessu með heilu og höldnu, og heimferð
hans er merkileg að því, að hún var farin um þann myrka
tíma ársins og þó gekk alt.