Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 123
Skáldsaga Gunnars Gunnarssonar
1 23
það víst, að hún er ekkert viðvaningsverk; aðeins æfður rit-
höfundur og gott skáld getur ritað þesskonar bækur. Á mörg-
um köflum er snildarbragur, þar sem sálarlífi barnsins og
barnanna er lýst svo vel, að enginn íslenskur höfundur að
minsta kosti hefði getað gert það betur. íslenska sveitalífið
með hinum einkennilegu háttum og siðum, hjúpað blæju þjóð-
sagna, hjátrúar og æfintýra, er ljóst fyrir hugsjónum okkar allra,
sem þekkja það og lifað hafa áþekkt bernskulíf uppi í sveitum
á íslandi. En höf. opnar fyrir þeim útlendingum, sem lesa
bókina, að mörgu leyti nýjar leiðir eða launstigu til að geta
skygnst inn í íslenskt þjóðlff og hugsunarhátt.
Engin bók Gunnars er jafnþjóðleg eins og »Leg med
Straac, og í engri af hinum fyrri bókum sínum stendur hann
á jafnföstum grundvelli. í henni er ekkert óskaplegt hugar-
flug eða viðburðamergð, eins og t. d. í Sögu Borgarættarinn-
ar, en hin hversdagslega viðburðarás er skýrð með andlegri
ró og yfirburðum.
Mörgum aukapersónum er einnig lýst snildarvel, og má
sjerstaklega nefna lýsingu höf. á gamla Ketilbirni á Knör,
Beggu vinnukonu, Bjarna smið og vinnudrengnum Nonna.
Náttúrulýsingarnar eru einnig víðast hvar ágætar, en langdýpst
nær höf. þó í rannsóknum og lýsingum á sálar- og hugmynda-
lífi barnanna, Siggu og Ugga.
Ef tími og rúm væri til að gagnrýna þetta skáld-
verk nákvæmlega, mætti auðvitað finna því hitt og annað til
foráttu, svo sem að í mörgum köflum er óþarfa mælgi og
baðstofuhjal, og að meðferðin á einstöku persónum er heldur
slæm og óskýr, t. d. lýsingin á Sveini presti, sem höf. segir
að kallaður hafi verið litli skrattinn.
Gunnar er aftur á rjettri leið á skáldsagnavellinum, og
er nú sloppinn heilu og höldnu út úr moldrykinu eða skýja-
fluginu frá í fyrra, er hann alt í einu rendi á skeið á »Dýr-
inu« sínu inn á leikritabrautina. Hann er ungur enn og vjer
væntum stöðugt eftir meistaraverkinu frá hans hendi. Hann
er svo miklum skáldagáfum gæddur, að hann ætti altaf að
sækja fram að hinum hæstu og efstu merkjum.
Vald. Erlendsson.
Asmundsson Brekkan, De Gamle fortalte Kbh.
1023 (H. A. Aschehoug& Co ), bls. 122. Verð 4 kr., innb. 6 kr.
Enn er ungur íslenskur rithöfundur og skáld, sem ritar á
dönsku, kominn fram á leiksviðið. Hann rtður vel á vaðið
með þessari fyrstu bók sinni, því ekki er mjer kunnugt um
að hann hafi birt nokkuð eftir sig áður.