Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 130
30
Um fækkun alþingismanna
gegna opinberum störfum vel og samviskusamlega, og mc5
dug og skyldurækt. Eins og ástandið er nú, hafa verið nefnd-
ir þingmenn til ráðherra, þótt þeir kunni alls ekki til stjórn-
arstarfa; öll landsstjórn þeirra hefur líka farið eftir þvf, og
flest er nú komið 1 óreglu og vitleysu-basl á íslandi Að vísu
hefur margt gengið misjafnlega fyr á íslandi en nú, en hörm-
ungasaga landsins nú á tímum byrjaði haustið 1908 og síðan
hefur það ávalt sokkið dýpra og dýpra í skuldir, stjórnleysi
og óstjórn. Með öðru hverju skipi bcrast nú hingað sögur af
sjóðþurð og fjársvikum, bruðli og óreglu, og ekkert er gert
til að rannsaka og hreinsa til. þetta er orðið daglegt brauðT
að því er virðist, svo að menn kippa sjer ekki upp við slíkt!
Þó getur slíkt ekki gengið til lengdar, ef ísland á ekki að
fara í nundana Þeir, sem muna það, þá er sjóðþurð varð
hjá Fensmark fyrir 40 árum, minnast þess hve mönnum brá
þá í brún, og var þá um minna fje að ræða en hjá sumurn
nú, að því sem sagt er. Hann var settur inn, mál hans rann-
sakað og hann dæmdur. Þá vildi alþingi hefja mál gegn ráð-
gjafa íslands og hefði gjört það, ef ábyrgðarlög hefðu verið
til; vildi það láta hann sæta ábyrgð fyrir vanrækslu á embættis-
starfi sínu og endurbæta landssjóði fjártjónið, og meiri hluti
þjóðarinnar fylgdi alþingi í þessu. En nú er t. a. m. fullyrt
að búið sje að setja sýslunrann með miklu meiri sjóðþurð en
Fensmark á eftirlaun, eins og ekkert sje við hann að athuga.
Slfkt mundi enginn ráðherra gjöra, er kynni að stjórna og
væri samviikusamur tnaður, og hefði aldrei verið alþingismað-
ur nje atkvæðasnati
það verður líklega erfitt að koma þeim breytingum á,.
sem hjer cr um að ræða, en aðalatriðið er þetta:
Á velferð Islands og allrar þjóðarinnar að sitja í fyrir-
rúmi eða eigingirni og þröngsýni nokkurra einstakra manna?
Ef mi iri hluti landsmanna ann Islandi og vill í sannleika
að það sökkvi eigi dýpra, þá munu einhverjir landsmenn ger-
ast flutningsmenn að þessu, og þá mun eigingirnin verða að
víkja fyrir velferð landsins, og þá mun þetta komast á.
En ábyrgðaitilfinning alþingismanna mundi vaxa, ef þeir
yrðu færri; þá væri ltka hægra að sjá, hvað hver þeirra gerði
og hverju hver bæri ábyrgð á. Bogi Th Melsteð.
Fimm smárit, um Grænland og- ísland.
Erik Aru’p, Grönland, en historisk Redegörelse frem-
kaldt ved den norske Konstitutionskomites Indstilling at 3.
Juli 1923 Kbh. 1923. 36 stórar b!s. Verð 1 kr Arnold.
Ræstad, Grönland og Spitsbergen, Kria. 1923. 49 smábls.