Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 50
5«
Finnur Jónsson
tökuorð í miðíslensku og nú horfin. bálastorka er ný-
myndun Jónasar. En svo koma merkileg orð: balbína
og balbínu- (-grind, -rokkur, -snælda, -stóll); þetta er
undarlegt orð og eiginlega óskiljandi; fornt er það ekki,
hvernig sem á uppruna þess stendur. Finst hvorki hjá
Guðmundi nje Birni. Orðið er ef til vill komið úr frönsku,
bobine (úr balbine?)
Baldursbrá (baldin-) er orð, sem mikið hefur
verið rætt um; eftir því sem Snorra segist frá um
Baldur og brá hans og grasið, sem var líkt við hana, er
óhætt að telja nafnið fornt, þótt ekki sje það í Fritzner;
baldin- er ýngri afbökun.
baldýra (tneð aukamyndum) er tökuorð og stendur
fyrir bardýra; önnur mynd er bordýra og er skylt
borði.
Pá kemur lángur bálkur með bál-samsetníngum (um
30); í sumum þeirra hefur bál- eiginlega merkíngu (t. d.
báleldur, bálhaf, bálheitur), en í flestum er það til
að herða á, = afar- (t. d. bálharður, bálharka, bál-
hvass, bálreiður o. s. frv.). tessi merkíng sýnist als ekki
hafa verið til í fornmálinu. Fullkomin nýmyndun er
báldrepur um nýfundió slökkvitól; það er ágætt orð.
Tvísamsetníngar eru bálhörkufrost, -gaddur, -grimd,
alt líklega fremur úngt; og eins er um bálösku-reiður,
■rok, -vondur. — balsam-orð eru auðvitað úng; (þó
er sjálft balsam fornt tökuorð sbr. framar).
Svo koma nokkur orð með mb í (bamb, bamba,
bambari, bambarahnútur, bambi, bambur, bambra;
bambus er tökuorð og samsetníngar þar af, -leggur,
-reyr og -viður). Orðin eru víst ekki allforn; Guðm.
Andrjesson hefur ekkert af þeim.
Pá kemur runa mikil með bana- sem forlið (undir
20), sum af þeim aðeins skáldorð (banabeður, banadís,
banaengill, banaströnd); dæmi: -bára, -sæng,