Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 136
i36
Ný staða handa íslendingi.
Ef til vill hefur enginn maður verið eins þarfur íslenskum
bókmentum á síðari öldum eins og Árni Magnússon. Hann
var hinn mesti og besti safnari, sem ísland hefur alið, og
hann hefur bjargað mörgum íslenskum handriíum frá eyði-
leggingu, þrátt fyrir það þó fáein handrit brynnu með bókum
hans í brunanum mikla 1728 Aður en hann kom til sög-
unnar, voiu Svíar byrjaðir að safna handritum á íslandi, og
höfðu þeir náð í handrit svo hundruðum skiítir; eru þau nú
í Stokkhólmi og Uppsölum Ef Árni Magnússon hefði ekki
safnað handritum, þá mundu sum þeirra vera eyðilögð og
mörg þeirra vera dreifð víða um lönd. eflaust um tnörg lönd
í Evrópu og líklega einnig í öðrum heimsálfum svo sem í
Ameríku. Islendingar hafa því miður verið mjög gjarnir á að
selja handrit sín, rjett eins og ýmsa aðra sjaldgæfa muni, til
annara ríkja eða útlendingum, er hafa ferðast um ísland.
Jafnvel sumir hinir lærðustu menn lardsins hafa verið mjög
hugsunarlausir og Ijettúðarfullir í þessu tilliti. [’að væri hægt
að nefna ýms dæmi uppá það, en hjer skal aðeins bent á
eina handritaskrá, sem kom út í Kristjaníu 1918 og er yfir
íslensk handrit í Edinborg, Dyflinni og Manchester. Höfund-
ur skrárinnar heitir Olai Skulerud og skráin sjálf >; C a t a 1 o g u e
of norse manuscripts in Edinburgh, Dublin and Man-
chester«. Handritin í bók þessari eru 165 bindi, og hafa
íslendingar selt þau öll eftir dag Árna Magnússonar. Flest
eru handritin frá hinum síðari öldum, en þó kallar Skulerud
þau norsk handrit; er það eitt dæmi af mörgum uppá það,
hve Norðmenn eru ósanngjarnir við oss íslendinga með því
að eigna sjer rit vor. Þá er þeir rita eitthvað um þau á ensku eða
öðrum tungum, kalla þeir venjulega alt norskt, sem íslenskt er.
Það er enginn hægðarleikur fyrir íslendinga að nota ís-
lensk handrit, sem eru í Dýflinni á írlandi eða suður á Eng-
landi og Frakklandi eða á Þýskalandi eða jafnvel austur í
Stokkhólmi og í Uppsölum. Alt öðru máli er að gegna með
handrit í Kaupmannahöfn, þar sem jafnan eru íslenskir
vísindamenn og námsmenn, og svo lánar Árnasafnið oft hand-
rit til vísindalegra afnota í þjóðskjalasafninu eða landsbóka-
safninu í Reykjavík. Verkin sýna líka merkin um alt þetta.
íslenskir fræðimenn hafa gefið út meira af íslenskum hand-
ritum í Kaupmannahöfn en á íslandi, og ávalt mun veiða
samvinna meðal íslenskra vísindamanna á íslandi og í Kaup-
mannahöfn líkt og verið hefur. íslendingar í Kaupmanna-
höfn hafa hingað til stutt að því, alveg eins og Islendingar
búsettir á sjálfu íslandi, að halda uppi íslenskum fræðum og