Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 65
LJr sögu Garðs og Garðbúa
65
borið lík manns, sem hafði dáið úr pest. Varð þetta til þess,
að stúdentar fengu framvegis einkarjettindi til þess að vera
líkburðarmenn, einkum fyrir æðri stjettirnar, og var þetta nán-
ara staðfest í konungsbijefi 21. des. 1714 og þá takmarkað
við Garðbúa; fengu Garðbúar rjett til að bera lík manna af
borgarastjett og andlegu stjettinni, nema ef einhverir vildu
gera það ókeypis; eins var iðnaðarmönnum leyft að bera lík
í sinni stjett sjálfir, ef þeir æsktu þess. Var ákveðinn taxti
fyrir líkburðinn frá 2 mörkum upp í 2 dali. Stóð fyrir þessu
stúdent, sem var kallaður »formaður stúdenta*; sneru menn sjer
til hans, er lík þurfti að grafa, en Garðbúar skiftust til þess að
bera þau.
Árið 1728, miðvikudag 20. október klukkan milli 6 og
7 um kvöldið kviknaði í húsi við Vesturportið, þar sem börn
höfðu farið óvarlega með eld. það var suðvestanrok og bar
eldinn yfir bæinn. Logaði hátt allur vesturhluti borgarinnar
og undir miðnætti var bálið komið á Gamlatorg. Um nóttina
brann Kommúnitetshúsið og mestallur háskólinn, og daginn
eftir, skömmu eftir hádegi, var bálið búið að gleypa Garð, í
Sívalaturni kviknaði klukkan 4, og brann þá kirkjan og há-
skólabókasafnið þar á loftinu. Af Garði stóðu eftir aðeins
múrarnir af kirkjunni og austurhlutinn af álmunni út að St.
Kannikestræde. Laugardagskvöldið var eldsvoðinn úti, voru þá
brunnin öll hús í 61 götum, alls um 16 — 1700, 5 kirkjur,
4000 fjölskyldur húsnæðislausar, eitthvað 10 miljóna dala
{eftir þeirra tíma reikningi) skaði, að ótöldu hinum óbætan-
lega skaða, er orsakaðist við bruna háskólasafnsins, bókasafns
Árna Magnússonar og annars þesskonar.
Hjer má segja að hetjist nýtt tímabil í sögu Garðs, eins
og í sögu borgarinnar yfirleitt. Borðhaldið á klaustrinu varð
að hætta og byrjaði fyrst aftur 1731. Fengu stúdentar kost-
peninga í staðinn, 4 mörk á viku hver. Garður var bygður
upp aftur, en talsvert minni en áður, á árunum 1730 —1743.
31. mars 1732 var gefin út ný stofnskrá fyrir háskólann, og
breytti hún að sumu leyti fyrirkomulagi kommúnítetsins og
Garðs Var rektor háskólans og decanus heimspekisdeildar-
innar gert að skyldu að hafa eftirlit með þessum stofnunum,
og auk þess áttu allir háskólakennarar að koma á klaustrið
til eftirlits til skiftis, einu sinni á viku. í’essu fyrirkomulagi
var þó breytt smám saman er tímar liðu. Ýmsar breytingar
voru gerðar á innri stjórn Garðs. Einn af guðfræðiskennur-
unum varð »inspector«, prófastinum var samt haldið. Enn
fremur voru og stúdentar settir til að aðstoða prófastinn við
5