Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 114
W. Johannsen
1*4
situr, og hún finnur að allra augu mæna á sig í undr-
un yfir hvað hún ætli að gera.
Hún brýtur svo hálsinn á krukkunni, og fer að
smyrja Jesús með auðmjúkum ástúðlegum höndum, með
ilmandi, dýrmætum smyrslum, en allra augu stara á hana
undrandi. Eftir að hún hefur smurt hárlokka Friðar-
boðans, legst hún á knje ogfer að smyrja fætur hans með
blíðri umhyggju, eins og ung móðir, sem í fyrsta skifti
þvær nýfædda barnið sitt. En svo eru kraftar hennar
þrotnir. Hún getur ekki lengur stjórnað tilfinning-
um sínum, blíðu og auðmýkt, sem kremur hjartað,
reyrir hálsinn saman og gerir augun þrútin. Hún
vill svo gjarnan segja eitthvað, aðeins þökk, hreina
og hjartfólgna þökk fyrir alt hið góða, sem Frelsarinn
hefur gert fyrir hana, og fyrir hið nýja, bjarta ljós, sem
hann hefur kastað yfir tilveru hennar. En hvernig á hún
að geta mælt nokkurt orð, sem samsvarað geti þeirri
óútmálanlegu náð, er hann hefur auðsýnt henni, orð, sem
honum sjeu samboðin. Auk þess skjálfa varir hennar
svo mikið, að hún mundi ekki geta stunið upp einu orði.
En úr því að hún getur ekki talað með munninum, verð-
ur hún að láta augun tala, og hin brennheitu tár detta
hvert á fætur öðru niður á fætur Frelsarans sem þögul
þakklætisfórn«.
Öll bók Papinis er þessu lík, brennandi af aðdáun
og kærleika til Frelsarans, sem er hin einasta lífsvon vor
og leiðarstjarna í heiminum. Vald. Erlendsson.
Um ættgengi. Arvelighed i historisk og experi-
mentel Belysning, en Udsigt over Arvelighedsforskningens
vigtigste Resultater af W. Johannsen. 4. útg. aukin og
endurbætt með 56 myndum. Kmhöfn 1923. (Gyldendals
bókaverslun) 8 -)- 358 bls. Verð 9 kr. 50 a.
Ættgengisvísindin hafa eflst og aukist stórkostlega á seinni
tímum, og eru nú orðin mikil sjerfræðigrein, sem ekki er
auðveld viðfangs. En framfarir í grein þessari eru svo mikil-