Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 13
Vilhjálmur Stefánsson
!3
hann því ekki þangað. Næsta sumar dvaldi hann mest-
megnis í Langdon Bay nálægt Cape Parry, þar sem
hann altaf hafði haft aðalból sitt og flutt þangað smám-
saman alt það, sem hann hafði safnað þar norður frá.
Náði hann nú í hvalfangaraskip, sem flutti mikið af þeim
söfnum sjóveg til Bandaríkjanna vestur um Beringsund.
Dr. Anderson var aldrei langvistum með Vilhjálmi, en
fór sinna ferða að miklu leyti til náttúrufræðisrannsókna.
Dvöldu þeir enn einn vetur þarna norður frá (1911—12),
en um sumarið hjeldu þeir vestur með ströndinni hvor á
sínu skipi og kom Vilhjálmur loks úr leiðangrinum til
Seattle í september 1912 og dr. Anderson tveim mán-
uðum seinna til San Fransisco, og var þar með leiðang-
urinn sá á enda.
Ferðin bar mikinn og góðan árangur. Vilhjálmur
safnaði miklum fróðleik um líf Eskimóa þar norður frá,
og jók þjóðfræðissafn Náttúrusögusafnsins í New-York
með mörgum sjaldgæfum og merkilegum munum. Gaf
safnið út allgóða lýsingu á því öllu saman eftir Vilhjálm.
Landmælingar gerðu þeir fjelagar líka og uku mjög þekk-
inguna á þessu svæði, sem áður var svo lítt þekt. En
merkilegasti árangurinn af ferðinni var það, að Vilhjálmur
hafði sýnt það og sannað að hægt væri að lifa af land-
inu þar norður frá — og líklega ekki einungis þar, held-
ur líka víða annarsstaðar þar nyrðra, þar sem mennhöfðu
áður ekki þorað að fara vegna ótta við vistaskort og
aðra erfiðleika. Og nú var innan handar að færa út kví-
arnar og að sýna að lengra mætti komast með þessari aðferð.
Árið 1913 gaf Vilhjálmur út bók um ferðina með
titlinum »Líf mitt meðal Eskimóa« (My life with the
Eskimo), stóra bók og mjög fróðlega. En ekki hafði
hann sjálfur tíma til að lesa prófarkirnar af henni, því að
hann var þá þegar önnum kafinn við undirbúning nýs
leiðangurs norður í höf.