Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 97
Brjef til Jóns Sigurðssonar
97
næst; en okkar vilji og Einars vilji er ekki ætíð samfara.
Handritið var í fyrra 80 bls., nú er það ioo, en þegar
búið var að prenta minnir mig það yrðu 31 bls. Nú ætti
þessar frjettir þá að verða hjerumb. 2 örk eða 40 bls.
og verðið eftir því 65 aura, því mig minnir það væri
50 aura á þeim í fyrra. En eg skal nú heyra hvað Jón
Porkelsson segir, og láta þig vita vissu um það.
Pegar Einar prentari tók til og bjó um þau 500 Ex.
sögunnar, er ykkur voru send með Apríl ferðinni, hefir
honum mistalist, svo að þið hafið fengið 50 Ex. ofmörg
af 8du örkinni. Okkar vantar því 8du örkina í 50 Exemplör
og biðjum þig gjöra svo vel að sjá um, að við fáum
þessar arkir með fyrstu ferðum, svo Exempl. verði ekki
ónýt. —
Nú býst eg við að Anna dóttir mín komi híngað
með næstu ferð, en eg sje varla hvernig hún getur kom-
ist heim nema styrkur fáist til ferðarinnar, þó aldrei væri
nema 45rd eða Passage peníngarnir. Hitt sem með
þarf til ferðarinnar, Kostpenge o. s fr. getum við máske
klofið framúr, en enganvegin'n öllu til samans, sem sjálf-
sagt verður milli 70—80 rd. Legðu nú á góð ráð að
sótt verði fyrir hana til Oddgeirs. Hann reyndist vel i
fyrra, og svo kann hann að reynast enn. þessa 100 r.
sem Landshöfð. veitir, þegar hún kemur heim, kemst
húii varla af með, þegar híngað er komið, árlángt. Pó
eg láti hjer engan heyra, býst eg helzt við, að menn
vilji hjer syðra, að minsta kosti, hvorki heyra hana nje
sjá, og þá verður lítið um borgun til hennar. Eg hefi
heldur trú á Norðlíngum, að þeir kynnu vilja læra eitt
hvað, ef hún gæti kent. Þetta sjest nú alt þegar þar að
icemur.
Lifðu nú heill og vel.
Pinn einl. elsk. bróðir
Páll Melsteð.
7