Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 96
96
Páll Melsteð
ið frá þessu, sem við sendum, og komið því út á skip
(eg veit ekki satinara). Adresse brjef hans mun vera
á íslenzku, en eg vona að gjöri ekki skaða, svo þetta
komist til skila.
Pú færð ritað úr öllum áttum, að veturinn hafi verið
hjer hinn blíðasti og bezti, eg man engan jafngóðan hjer
syðra, og þekki eg þó oftast nær til hvernig hjer hefir
viðrað síðan 1828. Hefðu bara þeir frá Bergen sent híng-
að skip í febr. eða marts, þá hefðu þeir getað selt mikið
og keypt. Ekki bannaði ísinn þeim (vona eg) að fara á
flot. Eg skal vita, hvað mjer verður ágengt með ritlinga
þá, er þú nefnir. Dansreglur Sig. Norðm. hefi eg aldrei
heyrt nefndar fyr. En eg er svo dauðans ófróður, eins
og þú þekkir br. m.
Heilsaðu kærl. þínum frá mjer. Og vertu nú bless-
aður í bráð og lengd.
Pinn einlægur vin og bróðir.
Páll Melsteð.
XII.
Rvík 7. Maí 75.
Elskulegi bróðir minn.
»Eg gragúlera yður, SveinbjörnsenU sagði Grímur
heitinn póstur 1841, þegar Pórður hafði nýfengið dbr. f.
Eg gratúlera okkur, segi eg nú, er eg heyri að Isfirð-
ingar hafi kosið þig til alþingis; oft hefir verið þörf, en
nú er nauðsyn, að hafa þig til þess að koma þinginu á
laggirnar. Og hverjum stendur nær, en þjer bróðir, að
konfirmera sveininn. Pjer er það þó að þakka, að hann
staulaðist fram úr fræðunum. Eg vona því, ef við lifum,
að sjá framan í þig með næsta póstskipi. Vertu velkom-
inn, hvenær sem þig ber að landi.
Nú höfum við fengið frjetta-handritið frá Sr. Valde-
mar, og viljum að það verði búið þegar Diana kemur